„Búið að heilaþvo mann að einhverju leyti“

Dagmál | 26. október 2024

„Búið að heilaþvo mann að einhverju leyti“

Þeir trúa semsagt að við séum með ljós inn í okkur öllum og að guð sé ljósið,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Búið að heilaþvo mann að einhverju leyti“

Dagmál | 26. október 2024

Þeir trúa semsagt að við séum með ljós inn í okkur öllum og að guð sé ljósið,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Þeir trúa semsagt að við séum með ljós inn í okkur öllum og að guð sé ljósið,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Vikulegir trúarfundir

Dagný Lísa stundaði nám í Westtown-grunnskólanum í Bandaríkjunum frá 2014 til 2016 en skólinn var svokallaður trúarskóli.

Þeir trúa því að allir séu með part af guði inn í sér,“ sagði Dagný Lísa.

„Þú varst ekki neyddur í neitt en við þurftum að mæta alltaf á miðvikudögum á svokallaða trúarfundi. Þú fékkst að vera með sjálfum þér þarna og það voru engir símar og engin truflun.

Auðvitað er búið að heilaþvo mann að einhverju leyti en í dag myndi ég samt klárlega segja að ég sé kristinn-quaker,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Dagný Lísa Davíðsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is