Berglind Alda Ástþórsdóttir er 25 ára nýútskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands. Nú fara dagar hennar í að æfa fyrir gamanleikritið Tóm hamingja, sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur. Hún segir mikilvægt að hugsa um húðina og þá sérstaklega þegar hún þarf að nota mikinn leikhúsfarða í mismunandi verkefnum.
Berglind Alda Ástþórsdóttir er 25 ára nýútskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands. Nú fara dagar hennar í að æfa fyrir gamanleikritið Tóm hamingja, sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur. Hún segir mikilvægt að hugsa um húðina og þá sérstaklega þegar hún þarf að nota mikinn leikhúsfarða í mismunandi verkefnum.
Berglind Alda Ástþórsdóttir er 25 ára nýútskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands. Nú fara dagar hennar í að æfa fyrir gamanleikritið Tóm hamingja, sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu í vetur. Hún segir mikilvægt að hugsa um húðina og þá sérstaklega þegar hún þarf að nota mikinn leikhúsfarða í mismunandi verkefnum.
Hvað gerir þú til þess að hugsa sem best um húðina?
„Mér finnst húðin mín alltaf upp á sitt besta þegar ég hugsa sérstaklega vel um líkamlega og andlega heilsu. Ef ég er dugleg að drekka vatn, fara að sofa á skikkanlegum tíma, hreyfa mig og borða nokkuð hollt er eins og þetta haldist í hendur og húðin ljómar meira og er heilbrigðari. Ég er líka algjör snyrtipinni í daglegu lífi og það á líka við þegar kemur að húðinni. Ég passa mig að þrífa hana vel og almennt koma sem minnst við hana nema með hreinum höndum.“
Hver er húðrútína þín ef þú ert með slíka?
„Ég byrja alltaf á því að þrífa húðina vel með góðum hreinsi. Næst nota ég Tea Tree Toner, elska allt Tea Tree, til að hreinsa burt öll óhreinindi. Svo finnst mér algjört æði að nota lífræna andlitsolíu sem ég var að uppgötva frá The Ordinary. Ég set andlitskremið mitt í bland við hana, en ég nota CeraVe-rakakremið sem inniheldur líka sólarvörn, stór plús! Að lokum set ég smá augnkrem frá Clinique undir augun og ef ég er í stuði tek ég augnhárasermi frá Ordinary og set á augnhár og augabrúnir.“
Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni?
„Í fyrsta lagi er ég alltaf með ilmvatn í buddunni – það þarf að ilma vel til að líta vel út – og lavender-handspritt. Ég var ekkert að grínast með að vera snyrtipinni. Annars er það helsta hjá mér bleiki Elf primer-inn, Drunk Elephant bronzing-droparnir, allt of margir kinnalitir, NARS-hyljari, Huda Beauty-púður, varasalvi, varablýantur, Summer Fridays-gloss, augabrúnablýantur og GOSH-gelið, brúnn augnblýantur og Sky High-maskarinn. Var að kaupa hann í vínrauðum, mæli með.“
Hvernig farðar þú þig dags daglega?
„Ég elska svona náttúrulegt ljómandi útlit þessa dagana. Ég byrja á því að setja smá bronzing-dropa á skyggingarsvæðin og svo er ég voða skotin í Halo Glow-kinnalitnum frá Elf. Ég set hann næst á kinnarnar og smá á nefið. Við elskum að líta út fyrir að hafa verið í sólinni þótt það sé engin sól. Svo nota ég NARS-hyljara með litlum bursta á þau svæði sem þarf og tek svo augabrúnagelið frá GOSH til að greiða augabrúnirnar. Síðan nota ég Huda Beauty-púðrið á T-svæðið og maka síðan á mig varasalva og REFY eða Mac-varablýanti. Ég enda síðan alltaf á því að setjja vel af setting-spreyi yfir andlitið því þá líður mér eins og ég sé ferskari.“
Hvert er besta förðunartrix sem þú hefur lært?
„Minna er meira. Ég byrjaði frekar seint að mála mig en þegar ég var í Verzló var ég eitthvað byrjuð að fikra mig áfram og það var stundum algjört lestarslys. Augabrúnablinda er til.“
Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru?
„Akkúrat núna er uppáhaldssnyrtivaran mín Bronzing-droparnir frá Drunk Elephant. Ég set bara nokkra dropa í bland við rakakremið mitt og maður er strax miklu frískari.“
Hvað myndir þú aldrei bera á húðina?
„Ég myndi aldrei nota hreinsiklúta til að þrífa húðina mína nema í algjörri neyð. Ég er með nokkuð viðkvæma húð þannig að það að nudda svona þurrkum framan í mig gerir húðina mjög pirraða og rauða, ekki gott.“
Hvert er besta bjútítrix allra tíma?
„Sko, við búum á Íslandi og það er að koma vetur. Þannig að stundum tek ég Marc Inbane-brúnkuspreyið og spreyja því í þéttan bursta þannig að eftir kvöld-húðrútínuna mína nota ég burstann á contour-svæðin á andlitinu. Þá vaknar maður eins og ný manneskja. Allir segja vá, varstu í útlöndum? Og ég svara bara nei elskan, þetta er bara smá brúnkusprey í bursta. Eða augnháralengingar. Við sérstök tilefni hef ég dekrað extra vel við mig og farið í augnháralengingar og finnst það geggjað bjútítrix. Mér finnst þær gera svo ótrúlega mikið, maður vaknar og er bara strax tilbúinn. Það þarf ekkert meira. Tala nú ekki um ef ég geri þetta hvort tveggja, þá er ekkert sem getur stoppað mig.“
Hver var fyrsta snyrtivaran sem þú eignaðist?
„Því miður eignaðist ég augabrúnablýant allt of snemma og gekk um ganga Verzlunarskólans eins og trúður.“