„Það er ekki beint skylda en við höfum sett ákveðin viðmið og við viljum líta vel út,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.
„Það er ekki beint skylda en við höfum sett ákveðin viðmið og við viljum líta vel út,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.
„Það er ekki beint skylda en við höfum sett ákveðin viðmið og við viljum líta vel út,“ sagði hópfimleikakonan og Evrópumeistarinn Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.
Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena voru í kvennaliði Íslands sem varð Evrópumeistari í fjórða sinn í sögunni í Bakú í Aserbaídsjan á dögunum.
Íslenska liðið er þekkt fyrir það að vera einstaklega vel til haft á þeim mótum sem það keppir á og það er mikið lagt upp úr því að líta vel út á stóra sviðinu.
„Við fáum alltaf hrós fyrir það að vera fallegasta liðið og við viljum viðhalda því,“ sagði Helena.
„Þú færð aukið sjálfstraust þegar þú ert sæt,“ sagði Guðrún Edda meðal annars.