Heilsusamlegur bleikur drykkur

Uppskriftir | 26. október 2024

Heilsusamlegur bleikur drykkur

Nú þegar kólnar í veðri er vert að huga vel að því að innbyrða nægilegt magn vítamína og steinefni til að styðja við ónæmiskerfið. Í tilefni af bleikum október ákvað Kristín Amy að útbúa heilsusamlegan bleikan drykk sem er jafnframt virkilega bragðgóður.

Heilsusamlegur bleikur drykkur

Uppskriftir | 26. október 2024

Kristín Amy gerði þennan heilsusamlega og fallega bleika drykk.
Kristín Amy gerði þennan heilsusamlega og fallega bleika drykk. Samsett mynd/Arnór Trausti Kristínarson

Nú þegar kólnar í veðri er vert að huga vel að því að innbyrða nægilegt magn vítamína og steinefni til að styðja við ónæmiskerfið. Í tilefni af bleikum október ákvað Kristín Amy að útbúa heilsusamlegan bleikan drykk sem er jafnframt virkilega bragðgóður.

Nú þegar kólnar í veðri er vert að huga vel að því að innbyrða nægilegt magn vítamína og steinefni til að styðja við ónæmiskerfið. Í tilefni af bleikum október ákvað Kristín Amy að útbúa heilsusamlegan bleikan drykk sem er jafnframt virkilega bragðgóður.

Rauðrófa er þekkt fyrir að vera sneisafull af mikilvægum næringarefnum, hafa andoxandi eiginleika og geta dregið úr bólgum í líkamanum. Íþróttafólk hefur einnig stólað á rauðrófu til að auka súrefnisupptöku í líkamanum og flýta endurheimt eftir ákefð svo dæmi séu nefnd. Það er því vel við hæfi að rauðrófa sé í þessum skærbleika drykk en með aðstoð sætra ávaxta nær Kristín að fela jarðarbragðið sem fylgir iðulega rauðrófunni. 

Gefur veglega orku

Kristín keypti rauðrófu á litlar 48 krónur sem mun endast í nokkra drykki. Hún mælir heilshugar með þessari mögnuðu ofurfæðu sem til eru svo margar rannsóknir um. Rauðrófu er að finna í flestum matvöruverslunum og yfirleitt á einstaklega lágu verði. 

Hráefnið í drykkinn hollt og gott.
Hráefnið í drykkinn hollt og gott. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson
Allt hráefnið sett í blandara og hrært el saman.
Allt hráefnið sett í blandara og hrært el saman. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson

Drykkurinn sem Kristín Amy gerði er einstaklega fljótlegur og gefur veglega orku inn í daginn. Fyrir þá sem vilja próteinbæta drykkinn geta bætt próteindufti við uppskriftina eða jafnvel öðru ofurfæði. 

Fallegur í glasi.
Fallegur í glasi. Ljósmynd/Arnór Trausti Kristínarson

Bleiki drykkurinn

Fyrir 1

  • 1 banani
  • 1/3 lítil rauðrófa
  • 1 dl. frosin jarðarber
  • 2 dl. frosinn ananas
  • 1 dl. möndlumjólk
  • 1 msk. hempfræ
  • 1 dl. kókosvatn

Aðferð:

  1. Öllum hráefnum er blandað saman í blandara eða matvinnsluvél þar til mjúk áferð myndast.
  2. Hellið í fallegt glas og njótið.
mbl.is