Heilsusamlegur bleikur drykkur

Uppskriftir | 26. október 2024

Heilsusamlegur bleikur drykkur

Nú þegar kólnar í veðri er vert að huga vel að því að innbyrða nægilegt magn vítamína og steinefni til að styðja við ónæmiskerfið. Í tilefni af bleikum október ákvað Kristín Amy að útbúa heilsusamlegan bleikan drykk sem er jafnframt virkilega bragðgóður.

Heilsusamlegur bleikur drykkur

Uppskriftir | 26. október 2024

Kristín Amy gerði þennan heilsusamlega og fallega bleika drykk.
Kristín Amy gerði þennan heilsusamlega og fallega bleika drykk. Samsett mynd/Arnór Trausti Kristínarson

Nú þegar kóln­ar í veðri er vert að huga vel að því að inn­byrða nægi­legt magn víta­mína og steinefni til að styðja við ónæmis­kerfið. Í til­efni af bleik­um októ­ber ákvað Krist­ín Amy að út­búa heilsu­sam­leg­an bleik­an drykk sem er jafn­framt virki­lega bragðgóður.

Nú þegar kóln­ar í veðri er vert að huga vel að því að inn­byrða nægi­legt magn víta­mína og steinefni til að styðja við ónæmis­kerfið. Í til­efni af bleik­um októ­ber ákvað Krist­ín Amy að út­búa heilsu­sam­leg­an bleik­an drykk sem er jafn­framt virki­lega bragðgóður.

Rauðrófa er þekkt fyr­ir að vera sneisa­full af mik­il­væg­um nær­ing­ar­efn­um, hafa andoxandi eig­in­leika og geta dregið úr bólg­um í lík­am­an­um. Íþrótta­fólk hef­ur einnig stólað á rauðrófu til að auka súr­efn­is­upp­töku í lík­am­an­um og flýta end­ur­heimt eft­ir ákefð svo dæmi séu nefnd. Það er því vel við hæfi að rauðrófa sé í þess­um skær­bleika drykk en með aðstoð sætra ávaxta nær Krist­ín að fela jarðarbragðið sem fylg­ir iðulega rauðróf­unni. 

Gef­ur veg­lega orku

Krist­ín keypti rauðrófu á litl­ar 48 krón­ur sem mun end­ast í nokkra drykki. Hún mæl­ir heils­hug­ar með þess­ari mögnuðu of­ur­fæðu sem til eru svo marg­ar rann­sókn­ir um. Rauðrófu er að finna í flest­um mat­vöru­versl­un­um og yf­ir­leitt á ein­stak­lega lágu verði. 

Hráefnið í drykkinn hollt og gott.
Hrá­efnið í drykk­inn hollt og gott. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti Krist­ín­ar­son
Allt hráefnið sett í blandara og hrært el saman.
Allt hrá­efnið sett í bland­ara og hrært el sam­an. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti Krist­ín­ar­son

Drykk­ur­inn sem Krist­ín Amy gerði er ein­stak­lega fljót­leg­ur og gef­ur veg­lega orku inn í dag­inn. Fyr­ir þá sem vilja prótein­bæta drykk­inn geta bætt prótein­dufti við upp­skrift­ina eða jafn­vel öðru of­ur­fæði. 

Fallegur í glasi.
Fal­leg­ur í glasi. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti Krist­ín­ar­son

Bleiki drykk­ur­inn

Fyr­ir 1

  • 1 ban­ani
  • 1/​3 lít­il rauðrófa
  • 1 dl. fros­in jarðarber
  • 2 dl. fros­inn an­an­as
  • 1 dl. möndl­umjólk
  • 1 msk. hemp­fræ
  • 1 dl. kó­kos­vatn

Aðferð:

  1. Öllum hrá­efn­um er blandað sam­an í bland­ara eða mat­vinnslu­vél þar til mjúk áferð mynd­ast.
  2. Hellið í fal­legt glas og njótið.
mbl.is