Hrekkjavakan er á næsta leyti og þá er svo gaman að baka eitthvað sérlega hryllilegt um helgina og gera úr því skemmtilega fjölskyldusamverustund.
Hrekkjavakan er á næsta leyti og þá er svo gaman að baka eitthvað sérlega hryllilegt um helgina og gera úr því skemmtilega fjölskyldusamverustund.
Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, ástríðubakari og matarbloggari gerði þessa litríku og frumlegu kleinuhringi í hrekkjuvökubúning sem upplagt er að prófa.
Það er auðveldara að steikja kleinuhringi en margir halda en auðvitað þarf að vara sig á heitri olíunni og gefa sér nægan tíma. Valla er stórsniðug þegar kemur að nota hráefni í verkið en hún notaði matarlitina frá Dr. Oetker í glassúrinn en þeir eru ótrúlega litsterkir og koma vel út eins og sjá má í myndbandinu á Instagramsíðu hennar.
Hrekkjavökukleinuhringir með draugum
Kleinurhringir
- 4 bollar hveiti
- ¼ bolli sykur
- ½ tsk. salt
- 2 ¼ tsk. þurrger
- 140 g smjör
- 280 ml nýmjólk
- 2 stór egg við stofuhita
- 2-3 kubbar Palmínfeiti
Aðferð:
- Byrjið á því að útbúa draugana og koma þeim í ofninn (sjá uppskrift fyrir neðan).
- Setjið þurrefnin í hrærivélaskál og hrærið aðeins saman með hnoðaranum.
- Bræðið smjörið í potti, bætið svo mjólkinni út í.
- Hellið blöndunni rólega saman út í þurrefnin. Hrærið aðeins í og setjið síðan eggin saman við.
- Látið hrærivélina hnoða deigið í 5 mínútur á rólegum hraða.
- Takið deigið úr skálinni og mótið í kúlu.
- Spreyið skálina að innan með olíuspreyi og setjið deigið aftur í skálina.
- Spreyið aðeins yfir yfirborðið á deiginu og hyljið með plastfilmu.
- Látið deigið hefast á borði í 90 mínútur.
- Klippið út ferninga úr bökunarpappír, nægilega stóra til þess að kleinuhringur passi á hann eða um það bil 10cmx10cm.
- Rúllið út deigið með kökukefli þar til það er um hálfur sentimetri að þykkt.
- Skerið út kleinuhringi með kleinuhringjajárni eða einhverju kringlóttu formi.
- Skerið minni hring innan úr með kringlóttu áhaldi, hægt að nota kremstút eða tappa ef ekki vill betur.
- Setjið hvern kleinuhring ofan á bökunarpappírsbút.
- Leggið kleinuhringina á bökunarplötu.
- Hitið ofninn í 40°C og úðið að innan með vatni.
- Setjið plöturnar með kleinuhringjunum í ofninn og hefið í 40 mínútur.
- Setjið palmínkubbana í þykkbotna pott og hitið feitina upp í 175°C.
- Setjið bökunarplötu nálægt pottinum og klæðið með tvöföldu lagi af eldhúspappír.
- Steikið kleinuhringina í feitinni og passið að halda hitastiginu jöfnu.
- Ef feitin verður heitari en þetta geta hringirnir brennst að utan en orðið hráir innan í.
- Þegar kleinuhringirnir eru tilbúnir veiðið þá upp úr og leggið á eldhúspappírinn. Endurtakið þar til allir kleinuhringirnir eru steiktir.
- Útbúið glassúrinn (sjá uppskrift fyrir neðan) og þegar hringirnir hafa kólnað að mestu dýfið þeim þá í glassúrinn og dreifið kökuskrauti strax yfir.
- Það er hægt að frysta kleinuhringina en þá er best að gera það án glassúrsins.
Marensdraugar
- 1 pk. marensduft frá Dr. Oetker
- 75 ml vatn
- Dökkt súkkulaði eða svartur matarlitur frá Dr. Oetker
- Sykuraugu frá Dr. Oetker
Aðferð:
- Setjið duftið og helminginn af vatninu í skál og byrjið að þeyta. Setjið restina af vatninu saman við og þeytið þar til marengsinn myndar stífa toppa.
- Setjið marensinn í sprautupoka með kringlóttum stút og sprautið drauga á bökunarpappír. Bæði er hægt að gera toppa en einnig er skemmtilegt að gera draugana flata.
- Bakið draugana við 100°C blástur í 50 mínútur.
Glassúr
- 4 bollar flórsykur
- Grænn, appelsínugulur, fjólublár og svartur matarlitur frá Dr. Oetker
- Svart kökuskraut frá Dr. Oetker
- Vatn
Aðferð:
- Skiptið flórsykrinum í 4 skálar.
- Setjið 1-2 tsk. af hverjum matarlit út í skálarnar.
- Byrjið á því að setja 1 msk. af vatni út í flórsykurinn í einu.
- Þannig er hægt að passa að glassúrinn verði ekki of þunnur.
- Magn af matarlit og þykkt glassúrsins fer eftir smekk og því gef Valla ekki upp nákvæmt magn.
- Þykktin á glassúrnum finnst Völlu best ef hann er á við þykkt kökudeig.