Hvalur hf. sækir um leyfi til hvalveiða

Hvalveiðar | 26. október 2024

Hvalur hf. sækir um leyfi til hvalveiða

Hvalur hf. hefur sótt um leyfi til matvælaráðuneytisins til veiða á langreyði og óskar eftir því að leyfið verði ótímabundið, ellegar að það gildi til tíu eða fimm ára og framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn við lok hvers starfsárs. Svo segir í umsókn fyrirtækisins sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Hvalur hf. sækir um leyfi til hvalveiða

Hvalveiðar | 26. október 2024

Hvalveiðar Hvalur hf. hefur sótt um leyfi til hvalveiða á …
Hvalveiðar Hvalur hf. hefur sótt um leyfi til hvalveiða á nýjan leik og sækist eftir leyfi til ekki skemmri tíma en fimm ára. Síðast var leyfi veitt til eins árs. Morgunblaðið/Eggert

Hval­ur hf. hef­ur sótt um leyfi til mat­vælaráðuneyt­is­ins til veiða á langreyði og ósk­ar eft­ir því að leyfið verði ótíma­bundið, ell­egar að það gildi til tíu eða fimm ára og fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár í senn við lok hvers starfs­árs. Svo seg­ir í um­sókn fyr­ir­tæk­is­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Hval­ur hf. hef­ur sótt um leyfi til mat­vælaráðuneyt­is­ins til veiða á langreyði og ósk­ar eft­ir því að leyfið verði ótíma­bundið, ell­egar að það gildi til tíu eða fimm ára og fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár í senn við lok hvers starfs­árs. Svo seg­ir í um­sókn fyr­ir­tæk­is­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Um­sókn­ina sendi fyr­ir­tækið ráðuneyt­inu um miðja þessa viku.

Leyfi til lengri tíma

Í henni seg­ir að fyr­ir­tækið telji eðli­legt að veitt sé leyfi til lengri tíma þar sem með því sé „tryggður eðli­leg­ur fyr­ir­sjá­an­leiki í rekstri og starf­semi Hvals, þ. á m. að virt­um stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um Hvals, fé­lag­inu og starfs­fólki þess til bóta,“ eins og kom­ist er að orði í um­sókn­inni.

Í henni er rifjað upp að ráðuneytið veitti fyr­ir­tæk­inu leyfi til hval­veiða þann 11. júní sl., en þá aðeins til eins árs. Kvartaði fyr­ir­tækið und­an þeirri málsmeðferð til umboðsmanns Alþing­is, sem í fram­hald­inu beindi spurn­ing­um til ráðuneyt­is­ins sem vörðuðu málsmeðferð þess við leyf­is­veit­ing­una. Vísað var til þess að allt frá ár­inu 2009 hefðu leyfi til hval­veiða æv­in­lega verið gef­in út til fimm ára í senn og þess óskað að ráðuneytið út­skýrði hvaða mál­efna­legu sjón­ar­mið hefðu legið að baki því að tak­marka veiðileyfið við eitt ár. Einnig hvort og þá hvernig mat hefði verið lagt á meðal­hóf við ákv­arðana­tök­una, með hliðsjón af at­vinnu­hags­mun­um Hvals.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

mbl.is