Reyndu að nálgast gögn í síma Trumps

Reyndu að nálgast gögn í síma Trumps

Kínverskir tölvuþrjótar hafa reynt að nálgast gögn í farsímum Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og J.D. Vance varaforsetaefni hans. 

Reyndu að nálgast gögn í síma Trumps

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 26. október 2024

Trump segir Demókrataflokkinn bera ábyrgð árásinni.
Trump segir Demókrataflokkinn bera ábyrgð árásinni. AFP/Anna Moneymaker

Kínverskir tölvuþrjótar hafa reynt að nálgast gögn í farsímum Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og J.D. Vance varaforsetaefni hans. 

Kínverskir tölvuþrjótar hafa reynt að nálgast gögn í farsímum Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og J.D. Vance varaforsetaefni hans. 

Fólk tengt framboði Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, var einnig skotmark tölvuþrjótanna. 

The New York Times greinir frá.

Sakar Demókrataflokkinn 

Ekki er ljóst hvort tölvuþrjótunum hafi tekist ætlunarverk sitt en FBI og stofnun netöryggismála og kerfisinnviða (CISA) vinna nú að því að komast að því hvaða gögn, ef einhver, voru tekin úr farsímunum. 

Kosningateymi Trumps var látið vita af þrjótunum í vikunni en farsímanúmer þeirra var á meðal þeirra sem kínversku tölvuþrjótarnir nálguðust eftir að hafa brotist inn í símkerfi Verizon. Verzion aðstoðar við rannsókn málsins. 

Trump telur Demókrataflokkinn bera ábyrgð á árásinni og segir hana vera tilraun þeirra til að koma í veg fyrir að hann snúi aftur í Hvíta húsið.

Málið er hins vegar rannsakað sem njósnir en ekki tilraun til áhrifa á kosningabaráttu.  

mbl.is