Eva María vill hafa þær blóðugar

Uppskriftir | 27. október 2024

Eva María vill hafa þær blóðugar

Eva María Hallgrímsdóttir eigandi Sætra Synda er dolfallinn aðdáandi hrekkjavökunnar og ætlar að bjóða upp á blóðugar kræsingar í ár. Hún sviptir hulunni af blóðugu kræsingum sínum fyrir lesendum Matarvefsins.

Eva María vill hafa þær blóðugar

Uppskriftir | 27. október 2024

Eva María Hallgrímsdóttir ástríðibakari ætlar að bjóða upp á blóðugar …
Eva María Hallgrímsdóttir ástríðibakari ætlar að bjóða upp á blóðugar og hræðilegar kræsingar á hrekkjavökunni. mbl.is/Karítas

Eva María Hallgrímsdóttir eigandi Sætra Synda er dolfallinn aðdáandi hrekkjavökunnar og ætlar að bjóða upp á blóðugar kræsingar í ár. Hún sviptir hulunni af blóðugu kræsingum sínum fyrir lesendum Matarvefsins.

Eva María Hallgrímsdóttir eigandi Sætra Synda er dolfallinn aðdáandi hrekkjavökunnar og ætlar að bjóða upp á blóðugar kræsingar í ár. Hún sviptir hulunni af blóðugu kræsingum sínum fyrir lesendum Matarvefsins.

Hún er byrjuð að undirbúa vökuna og taka prufukeyrslu á því sem hún ætlar að bjóða upp á en hrekkjavakan nálgast óðfluga en hún er framundan fimmtudaginn 31. október næstkomandi.

Bakstur og matargerð er eitthvað sem Eva María lifir fyrir hvort sem það er heima eða í vinnunni.

„Ég elska að dunda mér í eldhúsinu að elda um kvöldin eftir vinnu og um helgar, finnst fátt meira notalegt en að setjast niður með fjölskyldunni eða vinum og borða góðan mat. Á vinnudögum er ég svo að baka og að græja og gera fyrir fyrirtækið mitt Sætar Syndir. Mismunandi verk alla daga þar, hvort sem það er að svara tölvupósti, búa til auglýsingar, baka, búa til makkarónur, sinna uppvaski eða keyra út vörur, dagarnir eru allskonar,“ segir Eva María

Skuggalegar verur á háborðinu.
Skuggalegar verur á háborðinu. mbl.is/Karítas

Skemmtileg hefð skapast í Kópavogi

Hrekkjavakan er fastur liður hjá Evu Maríu og þá eru búnar til hræðilega kræsingar.

„Við erum auðvitað með mikið af skemmtilegum hrekkjavökukræsingum upp í Sætum sem við erum á fullu að undirbúa. Síðan hefur skapast sú skemmtileg hefð í Kópavogi að börnum er boðið að labba í hús á hrekkjavökudeginum á ákveðnum tíma og fá nammi. Ég tek alltaf þátt í því en húsin sem taka þátt merkja húsin með að setja til dæmis grasker fyrir utan eða einhverjar hrekkjavökuskreytingar. Sonur minn tekur þátt í því að labba í húsin með félögum sínum og biðja um grikk eða gott,“ segir Eva María.

„Ég var með alls konar nammi í boði fyrir krakkana sem komu í fyrra og gerði svo gómsætar mini bollakökur til að gefa líka. Það fór nú ekki alveg eins og það átti að gera en ég skildi bollakökurnar eftir inn í forstofu á meðan ég var að bíða eftir að gleðin byrjaði en lokaði ekki hurðinni inn í forstofu alveg nógu vel. Það fór svo að Úlfur hundurinn minn komst í bollakökurnar og át helming af þeim. Hann var voða ánægður með hrekkjavökuna í þetta skipti,“ segir Eva María og hlær.

Eru mörg ár síðan þú byrjaðir að halda upp á Hrekkjavökuna?

„Já, ég held að við höfum byrjað í upphafi um leið og hrekkjavakan var haldin að einhverju ráði hér heima. Það er bara gaman að fara í búninga, gleðja börnin og taka þátt. Síðan er hrekkjavakan ávallt skemmtilega upp í Sætum Syndum en þá erum við  að gera alls konar ógnvænlega veislubakka, bollakökur og kökur í formi skrímsla og ógnandi furðuvera.“

Aðspurð segir Eva María að fjölskyldan klæði sig stundum upp í búninga og mæti í hrekkjavökupartí hjá vinum. Þá sé öllu til tjaldað.

„Ég og starfsfólkið mitt vorum með skemmtilegt hrekkjavökupartí í fyrra þar sem allir mættu í búningum, ég ákvað að vera bollakaka, fannst það skemmtileg nálgun. Við erum að plana annað partí en búningurinn er ekki alveg kominn á hreint.“

Mannætukakan ógurlega.
Mannætukakan ógurlega. mbl.is/Karítas

Ógeðslegar puttapylsur og mannætuköku

Síðan er það aðalatriðið, hrekkjavökukræsingarnar. Ég ætla að vera ógeðslegar puttapylsur, mannætuköku, kökuskrímsli og blæðandi bollakökur með augu. Þessar kræsingar hljóta að slá í gegn hjá þeim sem elska allt hið ógnvænlega,“ segir Eva María að lokum.

Blæðandi bollakökur með augu.
Blæðandi bollakökur með augu. mbl.is/Karítas
Ógeðslegar puttapylsur.
Ógeðslegar puttapylsur. mbl.is(Karítas

Kökuskrímsli

  • Smákökur að eigin vali
  • Litlir sykurpúðar
  • Rautt súkkulaði, fæst í Hagkaup
  • Nammiaugu og nammitennur í Hagkaup

Aðferð:

  1. Byrjið á að bræða súkkulaðið í örbylgjuofni og festið svo sykurpúðana ofan á eina smáköku þar til þið eruð komin með sykurpúðatennur allan hringinn.
  2. Getið líka notað nammitennur með sem fást í nammibarnum í Hagkaup.
  3. Festið með súkkulaðinu smákökuna ofan á tennurnar.
  4. Endið svo á að setja augun eða tennur ofan á eftir því hvernig skrímsli þið viljið.

Blæðandi bollakökur með augu

  • Bollakökur
  • Smjörkrem
  • Rautt súkkulaði, fæst rautt Candy Melts í Hagkaup
  • Nammiaugu

Aðferð:

  1. Byrjið á að baka bollakökurnar og leyfið þeim að kólna (sjá uppskrift hér að neðan).
  2. Hrærið svo í hvítt vanillusmjörkrem (sjá uppskriftir hér að neðan).
  3. Það er líka hægt að kaupa kökumix og tilbúið smjörkrem út í búð ef maður vill spara sér þetta skref.

Súkkulaðibollakökur

  • 190 g smjör (við stofuhita)
  • 410 g sykur
  • 3 egg
  • 375 g hveiti
  • 5 msk. kakó
  • 1 ½ tsk. lyftiduft
  • 3/4 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 3 dl mjólk
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°C.
  2. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  3. Bætið eggjunum út í blönduna, einu í einu.
  4. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggin og sykurinn ásamt mjólkinni og vanilludropum.
  5. Setjið deigið í bollakökuform og bakið í um 16-18 mínútur.

Vanillusmjörkrem

  • 500 g smjör (við stofuhita)
  • 500 g flórsykur
  • 3 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærið smjörið í hrærivélinni þar til mjúkt og létt.
  2. Bætið flórsykrinum við í litlum skömmtun og hrærið vel á milli.
  3. Því næst eru vanilludroparnir settir saman við og kremið hrært þar til það létt og ljóst, í um það bil 3 mínútur.
  4. Setjið kremið í sprautupoka með stórum opnum stjörnustút eða fallegum opnum stút.
  5. Sprautið kreminu á hverja köku með því að byrja í miðjunni og snúið í hring.
  6. Svo þegar bollakökurnar eru búnar að kólna sprautið þið smjörkremi upp í hring, bræðið rautt Candy melts og sprautið ofan á kremið, passa að hafa súkkulaðið ekki  heitt, og svo er eitt auga sett ofan á „blóðið“.

Ógeðslegar puttapylsur

  • Pylsur
  • Pylsubrauð
  • Tómatsósa

Aðferð:

  1. Mjög einföld en skemmtileg hugmynd en þið skerið út eins og fingur á pylsuna með litlum beittum hníf og setjið svo tómatsósu ofan í brauðið og pylsuna ofan á svo þetta lítur út eins og blæðandi puttapylsur.

Mannætukaka

Byrjið á að baka kökubotnana og kæla þá.

Botn

  • 510 g hveiti
  • 620 gsykur
  • 6 msk. kakó
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. vanilla
  • 4 egg
  • 250 gbrætt smjörlíki
  • 2 bollar mjólk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 200°C.
  2. Vinnið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður létt og ljós.
  3. Bætið eggjunum út í einu í einu og vinnið vel saman.
  4. Bætið mjólkinni og vanilludropum saman við og þurrefnum saman sitt á hvað.
  5. Skiptið deiginu jafnt í þrjú form sem er búið að spreyja vel með bökunarspreyi.
  6. Bakið við 200°C í 10-15 mínútur eða þar miðja á kökunni er fullbökuð.
  7. Takið úr formunum og leyfið að kólna alveg.

Smjörkrem

  • 500 g smjör (við stofuhita)
  • 500 g flórsykur
  • 3 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Hrærið smjörið í hrærivélinni þar til mjúkt og létt.
  2. Bætið flórsykrinum við í litlum skömmtun og hrærið vel á milli.
  3. Því næst eru vanilludroparnir settir saman við og kremið hrært þar til það létt og ljóst, í um það bil 3 mínútur.

Samsetning:

  1. Þá er hægt að fara setja kökuna saman, setjið krem á milli botnanna og þekið svo kökuna með kremi að utanverðu.
  2. Mikilvægt er að hafa botnana alveg kalda áður en kakan er sett saman og gott að setja hana í kæli á milli þess að þið setjið umferð að kremi á kökuna að utanverðu.
  3. Svo þegar þið eruð sátt með kökuna að utan, þ.e. kremið og slétt og fínt er hægt að fara skreyta, Eva María notaði gervi augu og tennur fást til dæmis í Hagkaup.
  4. Síðan bræddi hún rautt Candy Melts til að skreyta kökuna svo það væri eins og blóð  að leka.

Gler

  • 1 bolli sykur
  • ½ bolli vatn
  • 105 g glúkósasíróp, fæst í matvöruverslunum

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í pott og hitið upp í 150°C hita.
  2. Hellið á smjörpappír og látið kólna og þá er hægt að brjóta það.
  3. Blandan verður mjög heit þannig að farið varlega með sykurblönduna, fyrir þá sem vilja ekki gler er hægt að sleppa þessu skrefi.
mbl.is