Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist vera í áfalli yfir fjölda látinna og særðra á norðurhluta Gasasvæðisins.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist vera í áfalli yfir fjölda látinna og særðra á norðurhluta Gasasvæðisins.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist vera í áfalli yfir fjölda látinna og særðra á norðurhluta Gasasvæðisins.
Ísraelar eru á nýjan leik farnir að gera loftárásir sem og árásir á jörðu niðri á svæðinu en að sögn ísraelska hersins er það gert til að koma í veg fyrir að Hamas-liðar nái að endurskipuleggja sig.
Talsmaður Guterres segir að samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafi hundruð látist á síðustu vikum. Jafnframt segir hann að aðstæður óbreyttra borgara sem fastir eru á svæðinu séu óbærilegar.
„Framkvæmdastjórinn er í áfalli yfir hörmulegum fjölda dauðsfalla, meiðsla og eyðileggingar í norðri, þar sem óbreyttir borgarar eru fastir undir rústum, hinir veiku og særðu reyna að lifa af án lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu og einnig eru fjölskyldur sem skortir mat og skjól,“ segir talsmaðurinn.
Guterres birti einnig færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann tjáir sig um ástandið.