Ísraelski herinn hefur haldið árásum sínum á Gasasvæðið og Líbanon áfram.
Ísraelski herinn hefur haldið árásum sínum á Gasasvæðið og Líbanon áfram.
Ísraelski herinn hefur haldið árásum sínum á Gasasvæðið og Líbanon áfram.
Að sögn hersins hafa 70 liðsmenn Hisbollah-samtakanna verið drepnir í suðurhluta Líbanon þar sem Ísraelar gerðu árásir á 120 skotmörk, þar á meðal vopnageymslur og verksmiðjur.
Á Gasasvæðinu segist herinn hafa drepið 40 hryðjuverkamenn. Fréttaritarar og vitni á svæðinu hafa upplýst að norðurhluti Gasasvæðisins hafi orðið fyrir árásum
Volker Turk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Gasasvæðið standi frammi fyrir sínum myrkasta tíma þar sem Ísraelar séu á nýjan leik farnir að gera loftárásir sem og árásir á jörðu niðri. Að sögn hersins er það til að koma í veg fyrir að Hamas-liðar nái að endurskipuleggja sig.
Aðeins er rétt rúmur sólarhringur síðan herinn gerði loftárásir á Íran þar sem fjórir hermenn íranska hersins létust.
Benjamín Netanjahú hefur gefið í skyn að ekki verði fleiri árásir á landið framkvæmdar.