Niðurdrepandi hræðsluáróður

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 27. október 2024

Niðurdrepandi hræðsluáróður

„Það er mjög gott fyrir sálina að bærinn hafi opnað á ný. Fréttirnar af þessu öllu saman eru svakalega ýktar, hættan er ofmetin og það er beinlínis hræðsluáróður í gangi. Þetta er niðurdrepandi fyrir fólk,“ segir Aðalgeir Jóhannsson, íbúi í Grindavík.

Niðurdrepandi hræðsluáróður

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 27. október 2024

Aðalgeir bæði semur ljóð og spilar á gítar. Hann gaf …
Aðalgeir bæði semur ljóð og spilar á gítar. Hann gaf út fyrstu bók sína, Grindavíkurblús, á síðasta ári. mbl.is/Eyþór

„Það er mjög gott fyrir sálina að bærinn hafi opnað á ný. Fréttirnar af þessu öllu saman eru svakalega ýktar, hættan er ofmetin og það er beinlínis hræðsluáróður í gangi. Þetta er niðurdrepandi fyrir fólk,“ segir Aðalgeir Jóhannsson, íbúi í Grindavík.

„Það er mjög gott fyrir sálina að bærinn hafi opnað á ný. Fréttirnar af þessu öllu saman eru svakalega ýktar, hættan er ofmetin og það er beinlínis hræðsluáróður í gangi. Þetta er niðurdrepandi fyrir fólk,“ segir Aðalgeir Jóhannsson, íbúi í Grindavík.

„Fólk sem hefur jafnvel fengið áfall og er í sjokki. Það á alveg nóg með sig og að halda sér á löppunum. Það þarf ekki að fá stanslausan hræðsluáróður frá Rúv. Ég er nú eiginlega mest að tala um Rúv og svo auðvitað Veðurstofuna og almannavarnir,“ segir hann.

Blaðamaður settist niður með Aðalgeir á heimili hans við Efstahraun í vesturbæ Grindavíkur, en hann byggði húsið á áttunda áratug síðustu aldar. Húsið er óskemmt eftir jarðhræringar undanfarinna missera.

Eins og Berlínarmúrinn

Aðalgeir lýsir ánægju sinni með Grindavíkurnefndina, sem hann segir hafa hjálpað mikið og tekið málstað Grindvíkinga.

Hann hefur þó áhyggjur af ferðaþjónustunni í bænum, sem hann segir eiga í vök að verjast. Hún hafi verið mjög stór en ekkert getað gert í allan þann tíma sem lokað hafi verið inn í bæinn.

„Bláa lónið fær aftur á móti að vera opið. Það er í sama bæ og þar er sami bæjarstjóri og hér. Þetta er eins og Berlínarmúrinn,“ segir Aðalgeir með undrunarsvip.

Viðtalið má lesa í heild sinni í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is