Sjö manns sæta nú ákæru fyrir Héraðsdómi Södertörn í Huddinge, suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, og eru gefin ýmis brot að sök er áttu sér stað í september í fyrra, meðal ákæruliða eru manndráp, tilraun til manndráps, íkveikja og stórfellt vopnalagabrot.
Sjö manns sæta nú ákæru fyrir Héraðsdómi Södertörn í Huddinge, suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, og eru gefin ýmis brot að sök er áttu sér stað í september í fyrra, meðal ákæruliða eru manndráp, tilraun til manndráps, íkveikja og stórfellt vopnalagabrot.
Sjö manns sæta nú ákæru fyrir Héraðsdómi Södertörn í Huddinge, suðvestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, og eru gefin ýmis brot að sök er áttu sér stað í september í fyrra, meðal ákæruliða eru manndráp, tilraun til manndráps, íkveikja og stórfellt vopnalagabrot.
Einhverjir ákærðu liggja undir grun um að hafa kveikt í íbúðarhúsi í Åkersberga á fyrrnefndum tíma auk þess að skjóta mann á sjötugsaldri gegnum glugga á húsinu. Sá hlaut alvarlega áverka en lifði.
Daginn eftir lögðu aðrir úr hópi ákærðu til atlögu við fólk sem statt var í afmælisveislu í almenningsgarði í Jordbro. Hófu þeir skothríð með hálfsjálfvirkum skotvopnum og urðu þar manni um tvítugt að bana.
Vakti það athygli við rannsókn lögreglu að maðurinn í Åkersberga hafði ekki minnstu tengsl við glæpagengi eða sænska undirheima eftir því sem næst varð komist. Á þessu vakti Åsa Valter saksóknari sérstaka athygli við þingsetningu málsins á miðvikudaginn en aðalmeðferð þess er nú hafin og reiknað með að hún standi fram í desember.
Hins vegar kom það einnig í ljós við rannsóknina að á sama stað og ráðist var að manninum reyndist annar maður hafa skráð lögheimili og kannast fórnarlambið ekkert við þann.
Vegabréf eins þeirra, sem liggja undir grun um að standa á bak við þá árás, fannst á vettvangi, en sá neitar sök og ber því við að hann hafi verið rændur áður en til árásarinnar kom og vegabréfið verið meðal þess sem ræninginn eða ræningjarnir höfðu upp úr krafsinu.
Annar ákærðu er fimmtán ára gamall og er grunaður um að hafa tekið þátt í árásinni í Åkersberga. Er hann grunaður um tilraun til manndráps, íkveikju og stórfellt vopnalagabrot og upplýst í gögnum málsins að hann hafi sloppið út af unglingaheimili daginn fyrir atburðinn.
Haustið 2023 ríkti mikil vargöld í Stokkhólmi og nágrenni með ítrekuðum skotárásum og sprengjutilræðum. Daginn áður en fyrri árás þeirra tveggja, sem hér eru til umfjöllunar, átti sér stað var ungur maður skotinn til bana á íþróttavelli í Mälarhöjden og annar lét lífið í sprengingu í Fullerö.
Í byrjun október var svo raðhús í Hässelby sprengt upp og sködduðust nokkur hús í nágrenninu, slíkur var sprengikrafturinn. Var sú aðgerð talin hefnd fyrir hina banvænu skotárás í afmælisveislunni í Jordbro.