Breska söngkonan Adele brast í grát á tónleikum sínum í Las Vegas á laugardagskvöldið þegar hún kom auga á eitt af átrúnaðargoðum sínum í áhorfendasalnum.
Breska söngkonan Adele brast í grát á tónleikum sínum í Las Vegas á laugardagskvöldið þegar hún kom auga á eitt af átrúnaðargoðum sínum í áhorfendasalnum.
Breska söngkonan Adele brast í grát á tónleikum sínum í Las Vegas á laugardagskvöldið þegar hún kom auga á eitt af átrúnaðargoðum sínum í áhorfendasalnum.
Kanadíska stórstjarnan Celine Dion var meðal þeirra fjölmörgu sem sóttu tónleika Adele á Caesars Palace-hótelinu á laugardagskvöldið.
Adele var í miðjum flutningi á laginu When We Were Young þegar hún rak augun í Dion og átti í mestu vandræðum með að halda flutningi sínum áfram. Hún gekk rakleitt að Dion og tók utan um hana.
Myndskeið af augnablikinu hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.
Viðvera Dion á tónleikunum gladdi ekki aðeins Adele heldur aðdáendur hennar um allan heim þar sem söngkonan hefur að mestu dregið sig í hlé frá öllu tónleikahaldi eftir að hún greindist með sjaldgæfa taugaröskun (e. Stiff Person Syndrome) í ágúst 2022.
Dion kom þó mörgum á óvart þegar hún samþykkti að syngja á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París nú í sumar. Söngkonan heillaði heiminn með flutningi sínum á laginu L'Hymne à l'amour.
Tónleikaröð Adele í Las Vegas fer brátt að líða undir lok en lokatónleikar hennar verða haldnir þann 23. nóvember næstkomandi.