Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar, var brugðið þegar hann sá skilaboð Kristrúnar Frosadóttur sem ráðlögðu kjósanda að strika út nafn hans. Hann segir sig og Kristrúnu hafa farið yfir málið og að segja mætti að hún hafi beðið hann afsökunar.
Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar, var brugðið þegar hann sá skilaboð Kristrúnar Frosadóttur sem ráðlögðu kjósanda að strika út nafn hans. Hann segir sig og Kristrúnu hafa farið yfir málið og að segja mætti að hún hafi beðið hann afsökunar.
Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Samfylkingarinnar, var brugðið þegar hann sá skilaboð Kristrúnar Frosadóttur sem ráðlögðu kjósanda að strika út nafn hans. Hann segir sig og Kristrúnu hafa farið yfir málið og að segja mætti að hún hafi beðið hann afsökunar.
Dagur var viðmælandi í Silfrinu á Rúv. fyrr í kvöld þar sem þetta kom fram. Dagur er í öðru sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður á eftir Kristrúnu og á undan Þórði Snæ Júlíussyni blaðamanni.
Kristrún sendi skilaboð á mann þar sem hún sagði að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, yrði ekki ráðherra. Hún segir að það liggi beinast við fyrir viðkomandi að strika Dag út í kjörklefanum ef honum hugnast hann ekki.
Hún sagði hann enn fremur vera í stuðningshlutverki fyrir flokkinn og að hann gerði ekki tilkall til ráðherrastóls í samtali við mbl.is.
„Mér brá þegar ég sá þetta og þetta breytti svolítið samhenginu, að þetta hafi verið persónuleg skilaboð sem var lekið.“
Hann segir sig og Kristrúnu hafa rætt málið í gær og að málinu væri lokið af sinni hálfu.
„Við Kristrún hittumst í gær og áttum einlægt og gott samtal um þetta og við erum samherjar. Við skildum í sátt og við snúum bökum saman. Þannig að þessu máli er lokið af minni hálfu.“
Spurður hvort hún hafi beðið hann fyrirgefningar á atvikinu sagði hann að segja megi það:
„Já, það má segja það, allavega vorum við sammála um að þetta væri ekki heppilegt. Þannig já, kannski fór helgin í þetta. Ég hef fundið það að það brá fleirum en mér og verð reyndar að þakka fyrir gríðarlega mikið af skilaboðum og stuðningi.“
Hann sagði kosningarnar fram undan mjög mikilvægar og að Samfylkingin megi ekki missa dampinn. Hann sagði sig eiga auðvelt með að leggja svona mál á bak við sig. Mikilvægast væri að fá nýja ríkisstjórn.
„Ég átta mig á því að einhverjir eru að bíða eftir meiri dramatík frá mér en ég er ekki sá maður. Ég er meiri maður sáttar, samstöðu og árangurs í pólitík,“ sagði borgarstjórinn fyrrverandi.
Spurður hvort að hann væri hreinlega of umdeildur fyrir breiðfylkingu eins og Samfylkinguna sagði Dagur sig hafa hugsað það með sér. Hann sagði þó staðreynd málsins vera þá að hann væri umdeildur vegna þess að hann hefði haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni í fimmtán ár.
„Ég mat það svo að ég ætti ekki að óska eftir oddvitasæti heldur öðru sæti á eftir Kristrúnu,“ sagði hann og að hann væri reiðubúinn að stíga skref til baka.
Þá staðfesti hann ummæli Kristrúnar þess efnis að hann hefði ekki gert kröfu um ráðherrastól en sagðist telja ótímabært að úthluta þeim stólum: „Það sem Kristrún segir þarna í þessu bréfi að ég verði ekki ráðherra, það er í raun eitthvað sem ég hef ekki gert kröfu um. Sko, ekki það að mér finnist þessi tímapunktur í kosningabaráttunni eitthvað til þess að vera að úthluta einhverjum sætum. Fyrst eigum við að kjósa og svo eigum við að mynda ríkisstjórn og síðan skipta verkum.“