Ein stærsta vísindaferð Gulleggsins var haldin á þremur hæðum í Grósku og mættu fjölmargir háskólanemar til að taka þátt í fjörinu. Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins sem fram fer í febrúar.
Ein stærsta vísindaferð Gulleggsins var haldin á þremur hæðum í Grósku og mættu fjölmargir háskólanemar til að taka þátt í fjörinu. Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins sem fram fer í febrúar.
Ein stærsta vísindaferð Gulleggsins var haldin á þremur hæðum í Grósku og mættu fjölmargir háskólanemar til að taka þátt í fjörinu. Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins sem fram fer í febrúar.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups, opnaði vísindaferðina og Jenna Björk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins, kynnti keppnina fyrir troðfullum hátíðarsal Grósku auk þess sem nokkrir fulltrúar bakhjarla sögðu frá nýsköpunarstarfi sinna fyrirtækja.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem oft er kölluð Gulleggsráðherra, kom sérstaklega fram á stóra sviðinu á göngugötu Grósku og hvatti alla háskólanemendur áfram í nýsköpun áður en hún kynnti tónlistarmennina Hugo og NussuN upp á svið en þeir héldu stuðinu gangandi fram á kvöld.