Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, lagði í gærkvöld til tveggja daga vopnahlé á Gasa og takmörkuð gíslaskipti með það að markmiði að tryggja algjört vopnahlé eftir meira en eins árs stríð milli Ísraels og Hamas.
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, lagði í gærkvöld til tveggja daga vopnahlé á Gasa og takmörkuð gíslaskipti með það að markmiði að tryggja algjört vopnahlé eftir meira en eins árs stríð milli Ísraels og Hamas.
Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, lagði í gærkvöld til tveggja daga vopnahlé á Gasa og takmörkuð gíslaskipti með það að markmiði að tryggja algjört vopnahlé eftir meira en eins árs stríð milli Ísraels og Hamas.
Tillagan felur í sér að skipta fjórum ísraelskum gíslum sem eru í haldi á Gasa fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum, og í kjölfarið yrðu fleiri samningaviðræður innan tíu daga sagði Sisi á blaðamannafundi í Kaíró.
Hann sagði ekki hvort áætlunin hefði verið formlega kynnt, hvorki Ísraelsmönnum né Hamas-liðum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun hittast á fundi í dag að beiðni Írana en þeir óska eftir því að öryggisráðið fordæmi árásir Ísraelsmanna á Íran á laugardaginn.
Á sjötta tug voru drepnir í árásum Ísraelshers á Gasa í gær samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda á Gasa.