Búið er að boða til kosninga um verkfall innan Læknafélags Íslands. Oddur Steinarsson, varaformaður Læknafélags Íslands, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir um þriðjung meðlima þegar hafa greitt atkvæði í kosningunum sem standa fram til fimmtudags.
Búið er að boða til kosninga um verkfall innan Læknafélags Íslands. Oddur Steinarsson, varaformaður Læknafélags Íslands, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir um þriðjung meðlima þegar hafa greitt atkvæði í kosningunum sem standa fram til fimmtudags.
Búið er að boða til kosninga um verkfall innan Læknafélags Íslands. Oddur Steinarsson, varaformaður Læknafélags Íslands, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir um þriðjung meðlima þegar hafa greitt atkvæði í kosningunum sem standa fram til fimmtudags.
Spurður út í kröfur félagsmanna segir Oddur að félagið hafi tvær megináherslur, annars vegar vaktamál og hins vegar styttingu vinnuvikunnar. Þá segir hann kjör á bakvöktum sérstaklega til umræðu.
Verði af verkfallinu yrði fyrsta lota verkfallsins í nóvember.
„Þetta verða dagar og dagar á ákveðnum stofnunum og einingum. Þessu verður raðað niður og með svipuðu sniði og var 2014/15,“ segir Oddur og vísar þar í verkfallsaðgerðir lækna þann vetur.