Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er kominn til Íslands. Lenti flugvél hans á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu og hefur bílalest tekið að aka Reykjanesbrautina í austurátt.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er kominn til Íslands. Lenti flugvél hans á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu og hefur bílalest tekið að aka Reykjanesbrautina í austurátt.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er kominn til Íslands. Lenti flugvél hans á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu og hefur bílalest tekið að aka Reykjanesbrautina í austurátt.
Þetta er hans fyrsta formlega heimsókn til landsins, en hann mun eiga fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og taka þátt í fjórða leiðtogafundi Norðurlandanna og Úkraínu.
Þá mun Selenskí einnig ávarpa þingfulltrúa Norðurlandaráðs í tengslum við þing ráðsins í Reykjavík, sem hefst á morgun. Greint hefur verið frá götulokunum og aukinni öryggisgæslu lögreglunnar í tengslum við fundinn, en þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“.
Í tilkynningu segir Selenskí að viðræðurnar muni snúast um stuðning við svokallaða Siguráætlun og þá þætti þar sem samvinna þjóðanna geti áorkað sem mestu.
Nefnir hann fjármögnun úkraínskrar vopnaframleiðslu og langdrægra vopna, undirbúning fyrir veturinn, öryggi úti á sjó, þvinganir gegn skuggaflota Rússlands, aukna aðstoð við varnir, þjálfun og búnað fyrir úkraínskt herlið.
Segir hann Norðurlönd staðfastan bandamann Úkraínu og að samráðsvettvangur Úkraínu og Norðurlanda sé einn skilvirkasti marghliða vettvangurinn.
„Saman getum við haldið áfram að vinna að því að nýta möguleika þessa til fulls.“