Sérfræðingur í offitumeðferðum fékk 220 milljónir fyrir húsið

Heimili | 28. október 2024

Sérfræðingur í offitumeðferðum fékk 220 milljónir fyrir húsið

Erla Gerður Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sérfræðingur í offitumeðferðum, og Geir Borg hafa selt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 23. Húsið er 256 fm að stærð og var reist 1968. Það var auglýst til sölu í vor. 

Sérfræðingur í offitumeðferðum fékk 220 milljónir fyrir húsið

Heimili | 28. október 2024

Húsið stendur við Sunnuflöt 23 í Garðabæ. Það var klætt …
Húsið stendur við Sunnuflöt 23 í Garðabæ. Það var klætt að utan fyrir tveimur árum.

Erla Gerður Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sérfræðingur í offitumeðferðum, og Geir Borg hafa selt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 23. Húsið er 256 fm að stærð og var reist 1968. Það var auglýst til sölu í vor. 

Erla Gerður Sveins­dótt­ir, lækn­ir og sérfræðingur í offitumeðferðum, og Geir Borg hafa selt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 23. Húsið er 256 fm að stærð og var reist 1968. Það var auglýst til sölu í vor. 

Hjón­in festu kaup á hús­inu árið 2000 en það stend­ur á skjólgóðum stað fyr­ir ofan götu. Búið er að nostra við húsið. Fyr­ir tveim­ur árum var það klætt að utan með zink-klæðningu og þak yf­ir­farið. Stór­ir glugg­ar prýða húsið sem hleypa mik­illi birtu inn. 

Mikið tekið í gegn 2007

Árið 2007 skiptu hjón­in um inn­rétt­ingu í eld­hús­inu og fengu sér hvíta sprautulakkaða með grip­um og dökk­um borðplöt­um

Kaupendur hússins eru Laufey Halldóra Eyþórsdóttir og Þorsteinn Magnússon. Þau greiddu 220.000.000 kr. fyrir húsið. 

Smartland óskar þeim til hamingju! 

Við húsið er skjólgóður garður.
Við húsið er skjólgóður garður.
mbl.is