Þrjú hundruð manns sinna löggæslu

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Þrjú hundruð manns sinna löggæslu

Um þrjú hundruð manns munu sinna löggæslu í tengslum við fjórða leiðtogafund Norðurlandaráðs og Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kemur til landsins af því tilefni. 

Þrjú hundruð manns sinna löggæslu

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun.
Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun. mbl.is/Karítas

Um þrjú hundruð manns munu sinna löggæslu í tengslum við fjórða leiðtogafund Norðurlandaráðs og Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kemur til landsins af því tilefni. 

Um þrjú hundruð manns munu sinna löggæslu í tengslum við fjórða leiðtogafund Norðurlandaráðs og Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kemur til landsins af því tilefni. 

Margir þeirra eru vopnaðir, sérstaklega þeir sem sinna öryggisgæslu.

Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, spurður út í viðbúnaðinn.

Karl Steinar Valsson.
Karl Steinar Valsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann vill ekki gefa upp hvort Selenskí er kominn til landsins eða þá hvort hann lendir í Keflavík eða Reykjavík. Ákveðinn hópur fylgir Selenskí vegna öryggisgæslu en Karl Steinar gefur heldur ekki upp hversu margir eru í þeim hópi.

Spurður út í aðstoð erlendis frá vegna löggæslu í tengslum við leiðtogafundinn og komu Selenskís segir hann ákveðinn hóp á sérsviðum veita lögreglunni liðssinni. Spurður kveðst Jón Steinar ekki vilja tjá sig um hvort leyniskyttur séu þar á meðal.

mbl.is