Yrði mikið tap fyrir hinn vestræna heim

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Yrði mikið tap fyrir hinn vestræna heim

„Hann talar mikið,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti um Donald Trump á blaðamannafundi á Þingvöllum í kvöld.

Yrði mikið tap fyrir hinn vestræna heim

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundinum fyrr í kvöld.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á blaðamannafundinum fyrr í kvöld. mbl.is/Karítas

„Hann talar mikið,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti um Donald Trump á blaðamannafundi á Þingvöllum í kvöld.

„Hann talar mikið,“ sagði Volodimír Selenskí Úkraínuforseti um Donald Trump á blaðamannafundi á Þingvöllum í kvöld.

Selenskí, ásamt forsætisráðherrum Norðurlandanna, sat fyrir svörum fjölmiðla er spurning kom upp um minnkandi fjárhags- og hernaðarstuðning Bandaríkjanna við Úkraínu skyldi Donald Trump sigra í komandi forsetakosningum Bandaríkjanna.

„Ég var ekki búinn að heyra að hann myndi hætta stuðningi við Úkraínu. Við vitum ekki hver verður forseti en að sjálfsögðu skiljum við allar áhætturnar,“ sagði Selenskí og tók fram að stærsta áhættan væri ef stefna Bandaríkjanna í garð Úkraínu myndi breytast.

Þá sagði hann að Úkraína þyrfti að treysta á stuðning frá bæði Demókrataflokkinum sem og Repúblikanaflokkinum í Bandaríkjunum og einnig frá bandaríska þinginu.

Ekki megi gleyma Evrópu

Sagði hann að það yrði stór sigur fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og mikið tap fyrir vestrænan heim ef Úkraína hlyti ekki stuðning og yrði það þá högg á einingu, lýðveldi og frelsi.

Nefndi forsetinn að áhættur væru þó vissulega til staðar en þess vegna væri Úkraína líka með sínar eigin áætlanir og að svo mætti einnig ekki gleyma stuðningi Evrópu.

Ættu að standa saman

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði að fyrir utan eina eða tvær heimsþekktar undantekningar væri Evrópa og Evrópusambandið mjög traustur stuðningsaðili Úkraínu og það hafi nú legið fyrir í þó nokkurn tíma.

Sagði Kristersson að það væri meðvitund í Evrópu um að mögulega þyrfti gera enn meira þegar kæmi að stuðningsaðgerðum til Úkraínu og að Evrópa og Bandaríkin ættu að standa saman í stuðningi við Úkraínu.

mbl.is