Loftárás Ísraelshers varð 93 manns að bana í íbúðarhúsi í borginni Beit Lahia, á norðurhluta Gasasvæðisins, að sögn palestínskra almannavarnayfirvalda á svæðinu (e. Gaza's civil defence).
Loftárás Ísraelshers varð 93 manns að bana í íbúðarhúsi í borginni Beit Lahia, á norðurhluta Gasasvæðisins, að sögn palestínskra almannavarnayfirvalda á svæðinu (e. Gaza's civil defence).
Loftárás Ísraelshers varð 93 manns að bana í íbúðarhúsi í borginni Beit Lahia, á norðurhluta Gasasvæðisins, að sögn palestínskra almannavarnayfirvalda á svæðinu (e. Gaza's civil defence).
40 manns er enn saknað og er talið að fólkið liggi undir húsarústunum.
„Þegar ég fór út eftir sólarupprás sá ég fólk draga lík, útlimi og særða undan rústum,“ sagði Rabie al-Shandagly, þrítugur maður sem hafði leitað skjóls í nærliggjandi skóla í Bei Lahia. Hann sagði að flest fórnarlambanna væru konur og börn.
Lík 15 manns voru flutt á Kamal Adwan-sjúkrahúsið í Beit Lahia ásamt 35 börnum sem eru særð eftir árásina. Forstjóri sjúkrahússins sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að spítalinn ætti í erfiðleikum með að sinna sjúklingum vegna skorts á starfsfólki og lyfjum.
„Það er ekkert eftir á Kamal Adwan-sjúkrahúsinu nema hjálpargögn eftir að herinn handtók starfsfólk okkar þegar þeir réðust inn á sjúkrahúsið í hernaðaraðgerðinni í Jabila,“ er haft eftir forstjóranum.
Ísraelski herinn hefur frá 6. október gert umfangsmiklar árásir á norðurhluta Gasa, einkum á Jabaliu, Beit Lahia og Beit Hanoun. Með þeim segist hann vilja koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtökin Hamas geti komið saman á ný.
Í yfirlýsingu sem herinn sendi frá sér í morgun sagðist hann hafa gert nokkrar árásir á jörðu niðri og úr lofti í Jabalia síðastliðinn sólarhring. Kveðst hann hafa fellt 40 liðsmenn Hamas.