„Allir Grindvíkingar voru á erfiðum stað andlega“

Dagmál | 29. október 2024

„Allir Grindvíkingar voru á erfiðum stað andlega“

„Það var mjög skrítið að koma inn á þessum tíma, eftir að allar hörmungarnar byrja,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Allir Grindvíkingar voru á erfiðum stað andlega“

Dagmál | 29. október 2024

„Það var mjög skrítið að koma inn á þessum tíma, eftir að allar hörmungarnar byrja,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

„Það var mjög skrítið að koma inn á þessum tíma, eftir að allar hörmungarnar byrja,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Eiga erfitt enn þann dag í dag

Dagný Lísa gekk til liðs við Grindavík í janúar á þessu ári eftir að jarðhræringarnar á Reykjanesi hófust.

„Allir Grindvíkingar voru á erfiðum stað andlega, tilneyddir til þess að yfirgefa heimili sín,“ sagði Dagný Lísa.

„Grindvíkingar áttu mjög erfitt og eiga það enn þann dag í dag margir. Körfuboltinn var ákveðið ljós í myrkrinu en það var oft erfitt fyrir margar af stelpunum að mæta á æfingar.

Maður reyndi eftir fremsta megni að vera til staðar fyrir þær og svo vildi maður auðvitað standa sig vel fyrir bæjarfélagið líka sem var dreift um allt land á þessum tímapunkti,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Dagný Lísa Davíðsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is