Arnar Þór klökknaði í viðtali

Spursmál | 29. október 2024

Arnar Þór klökknaði í viðtali

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, klökknaði í miðri setningu þar sem hann mætti í viðtal í Spursmálum. Það var í kjölfar spurningar um uppröðun fólks á framboðslistum flokksins.

Arnar Þór klökknaði í viðtali

Spursmál | 29. október 2024

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, klökknaði í miðri setningu þar sem hann mætti í viðtal í Spursmálum. Það var í kjölfar spurningar um uppröðun fólks á framboðslistum flokksins.

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, klökknaði í miðri setningu þar sem hann mætti í viðtal í Spursmálum. Það var í kjölfar spurningar um uppröðun fólks á framboðslistum flokksins.

Vermir sætið á eftir honum sjálfum

Þar er hann meðal annars spurður út í það hvort ekki sé óheppilegt að kona hans vermi annað sætið í Suðvesturkjördæmi, beint á eftir honum sjálfum.

Bendir hann þá á að hún hafi reynst mikilvægasti áttavitinn í lífi hans. Þau hafi byrjað saman 19 ára, aðeins ári áður en hann missti móður sína.

Orðaskiptin um mönnun listanna má sjá í spilaranum hér að ofan. 

Viðtalið við Arnar Þór má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar fer hann meðal annars yfir það hvernig honum og flokksfélögum hans hefur gengið að safna meðmælendum fyrir framboðið. Flokkurinn var stofnaður fyrir sléttum mánuði síðan.

mbl.is