Bandaríkin krefja Ísraelsmenn svara

Ísrael/Palestína | 29. október 2024

Bandaríkin krefja Ísraelsmenn svara

Bandaríkin hafa tjáð sig og lýst yfir áhyggjum af hryllilegri loftárás Ísraels á íbúðarhúsnæði á norðurhluta Gasasvæðisins sem varð 93 að bana en margir hinna látnu eru börn.

Bandaríkin krefja Ísraelsmenn svara

Ísrael/Palestína | 29. október 2024

Frá borginni Beit Lahia þar sem loftárás ísraelska hersins varð …
Frá borginni Beit Lahia þar sem loftárás ísraelska hersins varð 93 manns að bana. AFP

Bandaríkin hafa tjáð sig og lýst yfir áhyggjum af hryllilegri loftárás Ísraels á íbúðarhúsnæði á norðurhluta Gasasvæðisins sem varð 93 að bana en margir hinna látnu eru börn.

Bandaríkin hafa tjáð sig og lýst yfir áhyggjum af hryllilegri loftárás Ísraels á íbúðarhúsnæði á norðurhluta Gasasvæðisins sem varð 93 að bana en margir hinna látnu eru börn.

„Við höfum þungar áhyggjur af því mannfalli óbreyttra borgara sem varð í þessu atviki. Þetta var hryllilegt atvik sem hafði skelfilegar afleiðingar,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins, Matthew Miller, við fjölmiðla í dag en greint hefur verið frá að um á þriðja tug barna hafi látist í árásinni.

Þá sagði hann að búið væri að leita til ríkisstjórnar Ísraels til að spyrja hvað hefði gerst.

Ítrekaði að þörf væri á viðræðum

Tilkynnti Miller ekki að farið yrði í aðgerðir gegn Ísrael vegna árásarinnar en landið reiðir sig á diplómatískan og hernaðarlegan stuðning Bandaríkjanna.

Hann ítrekaði þó ákall Bandaríkjanna um samningaviðræður til að reyna að enda stríðið á Gasaströndinni og nefndi að mannfallið eftir loftárásina sé enn ein áminningin um af hverju stríðinu þyrfti að ljúka.

Ný lagasetning gæti haft miklar afleiðingar

Þá undirstrikaði ráðuneytið einnig viðvörun sína til Ísraels vegna lagasetningar ísraelska þingsins sem samþykkt var í gær en hún mun koma í veg fyrir að Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) geti starfað á Vesturbakkanum og Gasaströndinni.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vöruðu Ísraela við því í bréfi fyrr í þessum mánuði að Bandaríkin gætu stöðvað hernaðaraðstoð ef mannúðaraðstoð á Gasaströndinni yrði ekki bætt.

Sagði Miller við fjölmiðla í dag að Blinken hefði gert Ísraelum ljóst að Bandaríkin væru á móti lagasetningunni og hafi tekið skýrt fram að samþykkt hennar gæti haft lagalegar og stefnumótandi afleiðingar.

mbl.is