Boðar kosningafund við bandaríska þinghúsið

Boðar kosningafund við bandaríska þinghúsið

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, heldur kosningafund í kvöld í Ellipse-garðinum í Washington-borg, en mótframbjóðandi hennar, Donald Trump, flutti þar ræðu á sínum tíma fyrir stuðningsmenn sína áður en þeir réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. 

Boðar kosningafund við bandaríska þinghúsið

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 29. október 2024

Kamala Harris á kosningafundi.
Kamala Harris á kosningafundi. AFP/Kamil Krzaczynski

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, heldur kosningafund í kvöld í Ellipse-garðinum í Washington-borg, en mótframbjóðandi hennar, Donald Trump, flutti þar ræðu á sínum tíma fyrir stuðningsmenn sína áður en þeir réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. 

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, heldur kosningafund í kvöld í Ellipse-garðinum í Washington-borg, en mótframbjóðandi hennar, Donald Trump, flutti þar ræðu á sínum tíma fyrir stuðningsmenn sína áður en þeir réðust á þinghúsið 6. janúar 2021. 

Lögreglan í Washington gerir ráð fyrir að hátt í 50 þúsund manns muni mæta á fundinn, en markmið Harris með fundinum er að ná til óákveðinna kjósenda.

Sagðist Harris hafa valið þessa staðsetningu til að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar að forsetinn fyrrverandi væri ógn við lýðræði Bandaríkjanna. 

Þá er haft eftir kosningastjóra hennar að Harris muni einnig senda „jákvæð og bjartsýn“ skilaboð til kjósenda en síðustu daga hafa demókratar sagt hana hafa einblínt of mikið á Trump en ekki á eigin stefnumál í kosningabaráttunni. 

Mun sagan endurtaka sig?

Árásin á þinghúsið var gerð af stuðningsmönnum Trumps til að mótmæla úrslitum forsetakosninganna 2020 þegar Joe Biden bar sigur úr býtum, en hann hafði þá haldið því fram allt frá kosningadegi að brögð hefðu verið í tafli.

Í kappræðunum í júní var Trump spurður hvort hann myndi samþykkja niðurstöður kosninganna í ár, jafnvel þó þær væru honum í óvil. Reyndi Trump ítrekað að komast hjá því að svara en svaraði að lokum: 

„Ef það eru sanngjarnar, löglegar og góðar kosningar, þá að sjálfsögðu.“

Frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021.
Frá árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. AFP/Saul Loeb
mbl.is