Eftir langa og stranga kosningabaráttu vestanhafs þá fer hún nú að líða undir lok. Eftir slétta viku ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og það er óljóst hvor frambjóðandinn mun bera sigur úr býtum.
Eftir langa og stranga kosningabaráttu vestanhafs þá fer hún nú að líða undir lok. Eftir slétta viku ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og það er óljóst hvor frambjóðandinn mun bera sigur úr býtum.
Eftir langa og stranga kosningabaráttu vestanhafs þá fer hún nú að líða undir lok. Eftir slétta viku ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og það er óljóst hvor frambjóðandinn mun bera sigur úr býtum.
Þetta kemur fram í yfirferð Hermanns Nökkva Gunnarssonar, blaðamanns á mbl.is og Morgunblaðinu, í Spursmálum í dag.
Samkvæmt RealClearPolitics þá leiðir Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, í öllum sjö sveifluríkjum en þó með mjög litlum mun.
Kamala Harris, forsetaframbjóðandi demókrata, fylgir honum fast á hæla í Nevada, Norður-Karólínu, Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin en í þessum ríkjum er fylgismunurinn innan við eitt prósentustig.
Trump á sama tíma er með 1,5-2,3 prósentustiga forskot á Harris í Georgíu og Arizona.
Á landsvísu er það helst að frétta að Trump og Harris mælast með jafn mikið fylgi sem er ansi óvenjulegt í ljósi þess að demókratar fá venjulega fleiri atkvæði á landsvísu.
Síðasta skipti sem það gerðist að repúblikani fékk fleiri atkvæði á landsvísu var árið 2004.
Hermann bendir á það að fylgismunurinn er innan skekkjumarka í flestum sveifluríkjum og því óljóst hvor frambjóðandinn mun bera sigur úr býtum.
Trump er sigurstranglegri að svo stöddu miðað við kannanir en kannanir eru ekki fullkomnar og því verður baráttan væntanlega æsispennandi allt þar til úrslit verða ljós.
Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, var gestur í Spursmálum í dag. Hægt er að horfa þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: