Ítrekaðar truflanir í tökum: „Hvað er að gerast“

Dagmál | 29. október 2024

Ítrekaðar truflanir í tökum: „Hvað er að gerast“

Fyrst titraði snjallúrið vegna ítrekaðra hringinga, svo duttu gleraugun af borðinu og svo datt síminn af borðinu. Svona gengu tökur á nýjasta þætti Dagmála.

Ítrekaðar truflanir í tökum: „Hvað er að gerast“

Dagmál | 29. október 2024

Fyrst titraði snjallúrið vegna ítrekaðra hringinga, svo duttu gleraugun af borðinu og svo datt síminn af borðinu. Svona gengu tökur á nýjasta þætti Dagmála.

Fyrst titraði snjallúrið vegna ítrekaðra hringinga, svo duttu gleraugun af borðinu og svo datt síminn af borðinu. Svona gengu tökur á nýjasta þætti Dagmála.

Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti til Hermanns Nökkva Gunnarssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu, í Dagmálasettið til þess að ræða komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Það gekk ekki allt hnökralaust fyrir sig en úr varð að bæði þáttstjórnandi og gestur voru í hláturskasti á tíðum.

Þurfti að taka af sér snjallúrið

„Þetta er gott sjónvarpsefni… Ég veit ekki hvað er að gerast – á ég ekki bara að taka af mér úrið,“ sagði Friðjón er snjallúrið fór á fullt vegna símhringinga.

Um stundarsakir var allt með kyrrum kjörum en þá duttu allt í einu gleraugun hans – sem voru óáreitt á borðinu - niður á gólfið. Eins og sjá má á myndskeiðinu þá var erfitt fyrir Friðjón að halda andlitinu og svo fór Hermann í hláturskast.

„Það er greinilega eitthvað meiriháttar að gerast núna. Allt í lagi, líklega ekkert. Þetta er líklega móðir mín að hringja vegna þess að það er eitthvað að bílnum hennar eða fjarstýringin er biluð,“ sagði Friðjón kíminn.

Síminn stökk frá borði

En ekki leið á löngu þar til farsíminn hans Friðjóns stökk einnig frá borði.

„Það er allt að detta af borðunum hérna, nú var síminn að detta. Hvað er í gangi,“ sagði Hermann hlægjandi.

„Ég sé á símanúmerinu að þetta er eitthvað spam því að þetta er eitthvað númer frá Sri Lanka sem er að hringja og er að reyna fá mann til að hringja til baka,“ sagði Friðjón sem veitti áhorfendum svo gott heilræði:

„Ekki hringja í símanúmerin sem þið þekkið ekki, ekki hringja til baka. Þetta eru svona tækniráð Friðjóns á þriðjudegi.“

Í þættinum var rætt um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem verða haldnar á þriðjudaginn í næstu viku. Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni með því að smella hér.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/thjodmalin/253897/?_t=1730241997.7507267

mbl.is