Qassem nýr leiðtogi Hisbollah-samtakanna

Ísrael/Palestína | 29. október 2024

Qassem nýr leiðtogi Hisbollah-samtakanna

Hisbollah-samtökin í Líbanon útnefndu í dag Naim Qassem sem nýjan leiðtoga samtakanna.

Qassem nýr leiðtogi Hisbollah-samtakanna

Ísrael/Palestína | 29. október 2024

Naim Qassem er nýr leiðtogi Hisbollah-samtakanna.
Naim Qassem er nýr leiðtogi Hisbollah-samtakanna. AFP

Hisbollah-samtökin í Líbanon útnefndu í dag Naim Qassem sem nýjan leiðtoga samtakanna.

Hisbollah-samtökin í Líbanon útnefndu í dag Naim Qassem sem nýjan leiðtoga samtakanna.

Qassem tekur við leiðtogahlutverkinu af Hasan Nasrallah sem var drepinn í árás Ísraelshers á Suður-Beirút í síðasta mánuði.

Hashem Safieddine, yfirmanni framkvæmdaráðs Hisbollah, var upphaflega ætlað að taka við af Nasrallah en hann var einnig drepinn í árás Ísraelshers á suðurhluta úthverfa Beirút skömmu eftir morðið á Nasrallah.

Qassem, sem er 71 árs, var einn af stofnendum Hisbollah-samtakanna árið 1982 og hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri þeirra frá árinu 1991, árið áður en Nasrallah tók við stjórninni. 

mbl.is