„Ykkar barátta er okkar barátta“

Úkraína | 29. október 2024

„Ykkar barátta er okkar barátta“

Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs lýstu bæði yfir fullum stuðningi við Úkraínu áður en Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þing Norðurlandaráðs í morgun.

„Ykkar barátta er okkar barátta“

Úkraína | 29. október 2024

Bryndís Haraldsdóttir og Volodimír Selenskí.
Bryndís Haraldsdóttir og Volodimír Selenskí. mbl.is/Karítas

Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs lýstu bæði yfir fullum stuðningi við Úkraínu áður en Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þing Norðurlandaráðs í morgun.

Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs lýstu bæði yfir fullum stuðningi við Úkraínu áður en Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þing Norðurlandaráðs í morgun.

Birgir sagði það bæði mikinn heiður og forréttindi að taka á móti Selenskí og sagði öflugan stuðning vera á meðal þjóðþinga Norðurlandanna við Úkraínu. Sagði hann þau fordæma ólöglega og grimmilega innrás Rússa í Úkraínu og að þau væru ánægð með dugnað og andspyrnu Úkraínumanna.

Rússar hefðu með innrásinni virt alþjóðleg lög og mannréttindi að vettugi og að þau þyrftu að svara til saka fyrir stríðsglæpi sína.

Birgir Ármannsson, Volodimír Selenskí og Bryndís Haraldsdóttir.
Birgir Ármannsson, Volodimír Selenskí og Bryndís Haraldsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árás á okkar gildi

Birgir minntist á að öll Norðurlöndin væru núna orðin hluti af NATO eftir að Svíar gengu til liðs við bandalagið. Aðild Úkraínu að NATO yrði jafnframt lykilinn að því að tryggja öryggi og  frið, bæði í Úkraínu og um gjörvalla Evrópu.

Bryndís sagði Norðurlöndin standa þétt saman og að þau væru bundin saman af sameiginlegri sögu, menningu og lýðræðishefð. Selenskí væri ekki bara að verja Úkraínu gegn grimmilegri innrás Rússa heldur gegn árás á þau gildi sem væru höfð í hávegum á Norðurlöndum.

„Ég skal fullvissa þig um að við stöndum öll sameinuð með Úkraínu og að ykkar barátta er okkar barátta,“ sagði Bryndís og uppskar lófaklapp í salnum. 

mbl.is