Adidas og Kanye West ná sáttum

Kanye West | 30. október 2024

Adidas og Kanye West ná sáttum

Þýska íþróttavörufyrirtækið Adidas og bandaríski rapparinn Kanye West hafa komist að samkomulagi um að binda enda á öll málaferli á milli þeirra án nokkurra fjárskipta.

Adidas og Kanye West ná sáttum

Kanye West | 30. október 2024

Kanye West tapaði millörðum eftir að Adidas rauf samning hans …
Kanye West tapaði millörðum eftir að Adidas rauf samning hans við vörumerkið. AFP

Þýska íþróttavörufyrirtækið Adidas og bandaríski rapparinn Kanye West hafa komist að samkomulagi um að binda enda á öll málaferli á milli þeirra án nokkurra fjárskipta.

Þýska íþróttavörufyrirtækið Adidas og bandaríski rapparinn Kanye West hafa komist að samkomulagi um að binda enda á öll málaferli á milli þeirra án nokkurra fjárskipta.

Adidas og West, sem gengur nú undir nafninu Ye, hafa staðið í deilum frá árinu 2022 eftir að Adidas rauf átta ára samning hans við fyrirtækið en Ye tapaði milljörðum í kjölfarið.  

Það gerðist í kjölfar þess að Ye lét andgyðingaleg ummæli falla í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Hann lýsti meðal annars yfir hrifningu sinni á nasistum og aðdáun á Adolf Hitler. 

Selja eftirstandandi hlutabréf

Ye hannaði meðal annars föt og skó fyrir Yeezy-línu Adidas en fyrirtækið sat uppi með stóran lager af fatnaði og skóm eftir að það rifti samningnum. Síðastliðið ár hefur Adidas selt stóran hluta af Yeezy-vörunum og gefið ágóðann til frjálsra félagasamtaka.

Eftirstandandi hlutabréf Yeezys verða seld í árslok að sögn félagsins. 

mbl.is