Reiðubúinn að samþykkja vopnahlé gegn „skilyrðum“

Ísrael/Palestína | 30. október 2024

Reiðubúinn að samþykkja vopnahlé gegn „skilyrðum“

Nýr leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, Naim Qassem, hefur heitið því að halda áfram að vinna eftir þeirri stríðsáætlun sem forveri hans, Hassan Nasrallah, lagði upp með.

Reiðubúinn að samþykkja vopnahlé gegn „skilyrðum“

Ísrael/Palestína | 30. október 2024

Naim Qassem í sínu fyrsta ávarpi sem leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah.
Naim Qassem í sínu fyrsta ávarpi sem leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah. AFP/Al-Manar

Nýr leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, Naim Qassem, hefur heitið því að halda áfram að vinna eftir þeirri stríðsáætlun sem forveri hans, Hassan Nasrallah, lagði upp með.

Nýr leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Hisbollah, Naim Qassem, hefur heitið því að halda áfram að vinna eftir þeirri stríðsáætlun sem forveri hans, Hassan Nasrallah, lagði upp með.

Ísraelskar hersveitir drápu Nasrallah í síðasta mánuði.

„Mitt vinnuskipulag er áframhald á vinnuskipulagi leiðtoga okkar, Sayyed Hassan Nasrallah,“ sagði Qassem er hann talaði í fyrsta sinn opinberlega sem leiðtogi Hisbollah. 

Leiðtoginn nýi segist þó reiðubúinn að gera samkomulag við Ísrael um vopnahlé, gegn ákveðnum „skilyrðum“.

Geta haldið áfram næstu mánuði

Qassem sagði Hisbollah enn vera jafna sig á stóru höggi en að samtökin gætu haldið áfram að berjast næstu mánuði.

Þá fullyrti hann að Hisbollah væru aðeins að berjast við Ísrael til að verja Líbanon og að samtökin væru ekki að starfa fyrir erlend ríki.

Hann bætti við að írönsk stjórnvöld styddu samtökin. „En þau fara ekki fram á neitt í staðinn,“ hélt hann fram.

mbl.is