Skar út ógurlega hrekkjavökuköttinn og töfraði fram hrekkjavökumöffins

Uppskriftir | 30. október 2024

Skar út ógurlega hrekkjavökuköttinn og töfraði fram hrekkjavökumöffins

Kristín Gyða Bjarnveigardóttir elskar að baka og skreyta kökur og löngu byrjuð þrátt fyrir ungan aldur en hún er einungis 13 ára gömul og stundar nám íÁrbæjarskóla. Hún heldur ávallt upp á hrekkjavökuna og hefur þegar undirbúið sig fyrir morgundaginn en þá verður hrekkjavakan ógurlega.

Skar út ógurlega hrekkjavökuköttinn og töfraði fram hrekkjavökumöffins

Uppskriftir | 30. október 2024

Kristín Gyða Bjarnveigardóttir bakaði jógúrtmöffins sem hún skreytti og setti …
Kristín Gyða Bjarnveigardóttir bakaði jógúrtmöffins sem hún skreytti og setti í hrekkjavökubúning. mbl.is/Karítas

Kristín Gyða Bjarnveigardóttir elskar að baka og skreyta kökur og löngu byrjuð þrátt fyrir ungan aldur en hún er einungis 13 ára gömul og stundar nám íÁrbæjarskóla. Hún heldur ávallt upp á hrekkjavökuna og hefur þegar undirbúið sig fyrir morgundaginn en þá verður hrekkjavakan ógurlega.

Kristín Gyða Bjarnveigardóttir elskar að baka og skreyta kökur og löngu byrjuð þrátt fyrir ungan aldur en hún er einungis 13 ára gömul og stundar nám íÁrbæjarskóla. Hún heldur ávallt upp á hrekkjavökuna og hefur þegar undirbúið sig fyrir morgundaginn en þá verður hrekkjavakan ógurlega.

Ógurlegi hrekkjavökukötturinn tekur á móti gestum og gangandi.
Ógurlegi hrekkjavökukötturinn tekur á móti gestum og gangandi. Ljósmynd/Bjarnveig

Hún bakaði til að mynda syndsamlega góðar jógúrtmöffins í hrekkjavökubúningi og síðan skar hún hrekkjavökuköttinn ógurlega í grasker sem kemur ótrúlega vel út.

Ógurlegi kötturinn tekur á móti gestum

Þegar komið er að heimili hennar tekur ógurlegi kötturinn á móti gestum. Þegar Kristín Gyða ber hrekkjavökumöffinskökurnar fram leynir sér ekki hve skapandi hún er. 

Hrekkjavökumöffinskökurnar eru frumlega skreyttar, með nornarhöttum, köngulóm og hinu táknræna …
Hrekkjavökumöffinskökurnar eru frumlega skreyttar, með nornarhöttum, köngulóm og hinu táknræna graskeri. Ljósmynd/Elín Hekga

Aðspurð segir Kristín Gyða að hún sé ekki farin að læra neitt í tengslum við listsköpunina.

„En ég æfi fótbolta og píanó og hef einnig áhuga á myndlist og hönnun.“

Heldur þú upp á hrekkjavökuna?

 „Já, ég held alltaf upp á hrekkjavökuna.“

Hvað finnst þér skemmtilegast við hrekkjavökuna?

„Að útbúa búninga og skreyta.“

Stundum farið á Hrekkjavöku í Árbæjarsafni

Hvernig verður hrekkjavakan þín í ár?

„Ég verð með vinkonum mínum á hrekkjavöku og við gerum eitthvað skemmtilegt, höfum til dæmis stundum farið á Hrekkjavöku í Árbæjarsafni.“

Nú hefur þú verið iðin við að baka og ert búin að töfra fram þessa flottu hrekkjavökumuffins sem eru svo frumlega og vel skreyttar hjá þér. Er einhver saga á bak við uppskriftina þína?

„Mamma mín fékk þessa uppskrift frá systur sinni. Systir hennar fékk uppskriftina frá ömmu minni þegar krakkarnir hennar voru að fermast. En amma mín fékk uppskriftina frá systur sinni. Svo þessi uppskrift hefur gengið á milli og er mikið notuð í fjölskyldunni sem er mjög skemmtilegt,“ segir Kristín Gyða að lokum.

Litríkar og skemmtilegar hrekkjavökumöffins.
Litríkar og skemmtilegar hrekkjavökumöffins. Ljósmynd/Elín Helga
Kristín Gyða hefur mikið dálæti af því að skreyta kökur.
Kristín Gyða hefur mikið dálæti af því að skreyta kökur. Ljósmynd/Bjarnveig

Jógúrtmöffins í hrekkjavökubúning

Möffins

  • 2,5 bolli hveiti
  • 1,5 bolli sykur
  • 3 egg
  • 220 g smjörlíki, brætt
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. hjartasalt
  • 1 dós kaffijógúrt
  • 200 grsaxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita bakarofninn í 175°C.
  2. Þeytið egg og sykur vel saman.
  3. Setjið síðan brædda smjörlíkiðút í.
  4. Blandið síðan þurrefnum saman og bætið smám saman út í.
  5. Bætið síðast súkkulaðinu við.
  6. Setjið deigið í möffins form.
  7. Setjið síðan inn í ofn og bakið við 175°C í 20 - 25 mínútur.

Smjörkrem

  • 250 g smjör
  • 500 g flórsykur
  • 1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Setjið hráefnin saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Skiptið síðan smjörkreminu niður í nokkrar skálar.
  3. Blandið síðan mismunandi litum í smjörkremið í hverri skál.
  4. Notið síðan mismunandi stúta til að skreyta möffinskökurnar og búið til fígúrur eða mynstur sem ykkur langar að hafa á möffinskökunum.
mbl.is