Bandaríska leikkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri.
Bandaríska leikkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri.
Bandaríska leikkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri.
Kynningarfulltrúi leikkonunnar staðfesti andlátið í samtali við fjölmiðla í gærdag.
Garr var sennilega þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Tootsie frá árinu 1982. Hún hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Sandy Lester.
Margir muna einnig eftir henni í hlutverki Ingu í Young Frankenstein og Phoebe Abbott í gamanþáttaröðinni Friends.
Garr greindist með taugasjúkdóminn MS, Multiple sclerosis, árið 2002 og hafði haldið sig utan sviðsljóssins í þó nokkurn tíma. Hún lék sitt síðasta hlutverk árið 2011 í þáttaröðinni How to Marry a Billionaire.