Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
Eyjólfur, sem hefur setið á þingi fyrir flokkinn á yfirstandandi kjörtímabili, gegnir stöðu varaformanns fjárlaganefndar og allsherjar- og menntamálanefndar. Hann er formaður Orkunnar okkar og hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, efnahagsbrotadeild og lögmennsku, að því er kemur fram í tilkynningu.
„Við erum gríðarlega stolt af þessum öfluga framboðslista,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í tilkynningunni. „Reynsla Lilju Rafneyjar af verkalýðsmálum, sveitarstjórnarmálum og þingmennsku, ásamt þekkingu Braga Þórs á sveitarstjórnarstiginu og velferðarmálum, styrkir baráttuna fyrir réttlátara samfélagi.“
Listi Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi: