FA og Viska undirrituðu nýjan samning

Kjaraviðræður | 31. október 2024

FA og Viska undirrituðu nýjan samning

Félag atvinnurekenda (FA) og Viska – stéttarfélag undirrituðu í dag nýjan kjarasamning og gildir hann frá 1. nóvember 2024 til 1. febrúar 2028.

FA og Viska undirrituðu nýjan samning

Kjaraviðræður | 31. október 2024

Kristmundur Þór Ólafsson, varaformaður Visku, Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur Visku, Birta …
Kristmundur Þór Ólafsson, varaformaður Visku, Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur Visku, Birta Sif Arnardóttir, lögfræðingur FA, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Ljósmynd/BIG

Félag atvinnurekenda (FA) og Viska – stéttarfélag undirrituðu í dag nýjan kjarasamning og gildir hann frá 1. nóvember 2024 til 1. febrúar 2028.

Félag atvinnurekenda (FA) og Viska – stéttarfélag undirrituðu í dag nýjan kjarasamning og gildir hann frá 1. nóvember 2024 til 1. febrúar 2028.

Samningurinn er í öllum meginatriðum í samræmi við aðra samninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði í yfirstandandi kjaralotu, að því er segir í tilkynningu.

„Félagsfólk Visku er að mestu háskólamenntaðir sérfræðingar og félagið er stærsta aðildarfélag BHM. Með þessum samningi verður til fyrsti kjarasamningurinn fyrir félagsfólk Visku sem starfar hjá aðildarfélögum FA en um leið er hann nýr valkostur fyrir háskólamenntaða sérfræðinga á þeim vettvangi. Kjarasamningurinn er jafnframt sá fyrsti sem FA gerir við aðildarfélag BHM,“ segir í tilkynningu.

Viska varð til um síðustu áramót með sameiningu nokkurra stéttarfélaga. Félagið byggir á norrænni fyrirmynd þar sem lögð er áhersla á samtal, samvinnu og aukna þjónustu við félagsfólk.

mbl.is