Gekk af sviðinu í Ástralíu

Ísrael/Palestína | 31. október 2024

Gekk af sviðinu í Ástralíu

Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hvarf stuttlega af sviðinu á tónleikum í Ástralíu eftir að hafa átt í orðaskiptum við stuðningsmann Palestínu.

Gekk af sviðinu í Ástralíu

Ísrael/Palestína | 31. október 2024

Thom Yorke á tónleikum.
Thom Yorke á tónleikum. AFP

Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hvarf stuttlega af sviðinu á tónleikum í Ástralíu eftir að hafa átt í orðaskiptum við stuðningsmann Palestínu.

Thom Yorke, forsprakki hljómsveitarinnar Radiohead, hvarf stuttlega af sviðinu á tónleikum í Ástralíu eftir að hafa átt í orðaskiptum við stuðningsmann Palestínu.

Yorke spilaði á sólótónleikum í borginni Melbourne í gærkvöldi þegar tónleikagestur byrjaði að skamma hann vegna fjölda látinna á Gasasvæðinu.

„Hversu mörg börn finnst þér að þurfi að deyja til að þú fordæmir þjóðarmorðið á Gasa,“ hrópaði hann.

Yorke tók þessu ekki vel og sakaði manninn um að skemma tónleikana fyrir öðrum tónleikagestum og bauð honum þess í stað að „hoppa upp“ á sviðið.

„Ekki standa þarna eins og hugleysingi, komdu hingað og segðu þetta. Þig langar að skemma kvöldið fyrir öllum,“ sagði Yorke.

Hann gekk af sviðinu á sama tíma og tónleikagestir bauluðu á manninn. Nokkrum mínútum síðar kom hann aftur og spilaði lokalagið sitt, Karma Police, úr smiðju Radiohead.

Gagnrýndir fyrir tónleika í Ísrael

Aðgerðasinnar sem styðja Palestínu gagnrýndu Radiohead árið 2017 fyrir að spila á tónleikum í Tel Avív í Ísrael.

„Það að spila í landi er ekki það sama og að styðja ríkisstjórn þess,“ skrifaði Yorke þá.

„Við höfum spilað í Ísrael í yfir 20 ár þegar alls konar ríkisstjórnir hafa verið við völd, sumar frjálslyndari en aðrar. Það höfum við einnig gert í Bandaríkjunum,“ skrifaði hann.

„Við styðjum ekki Netanjahú [forsætisráðherra Ísraels], ekkert frekar en Trump [fyrrverandi Bandaríkjaforseta] en við spilum samt í Bandaríkjunum.”

mbl.is