Rússneskur dómstóll hefur dæmt tæknirisann Google til þeirrar sektar, sem lengi mun uppi verða, fyrir að loka fyrir rásir rússneskra ríkisfjölmiðla á myndskeiðavef sínum YouTube.
Rússneskur dómstóll hefur dæmt tæknirisann Google til þeirrar sektar, sem lengi mun uppi verða, fyrir að loka fyrir rásir rússneskra ríkisfjölmiðla á myndskeiðavef sínum YouTube.
Rússneskur dómstóll hefur dæmt tæknirisann Google til þeirrar sektar, sem lengi mun uppi verða, fyrir að loka fyrir rásir rússneskra ríkisfjölmiðla á myndskeiðavef sínum YouTube.
Nemur sektin 2.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 rúblum, eða tveimur sextilljónum rússneska gjaldmiðilsins sem yrði einhvers staðar í nágrenni við 2,7 sextilljónir íslenskra króna sem er töluvert hærri upphæð en þær tvær trilljónir bandaríkjadala sem taldar eru markaðsvirði Google, en sú upphæð væri tæplega 274 trilljónir króna.
Breska ríkisútvarpið BBC glímir við upphæðina í frétt sinni og slær því þar fram að sektin fari langt yfir samanlagða þjóðarframleiðslu allra ríkja heims sem að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er 110 billjónir bandaríkjadala, eða fimmtán billjarðar íslenskra króna, það er 15.000 billjónir.
Skýringar rússnesku Tass-fréttastofunnar á þessari umtalsverðu summu eru þær að sektin hækki í sífellu – mjög ört. Hefur Tass það eftir Dimítri Peskov, talsmanni rússneskra stjórnvalda, að hann geti ekki einu sinni „borið töluna fram“. Þess í stað hvatti hann Google hins vegar til árvekni um hve kirfilega þetta stafræna veldi Bandaríkjamanna hefði unnið sér til óhelgis hjá Rússum.
Talsmenn Google þegja hins vegar þunnu hljóði en í Rússlandi segir fjölmiðillinn RBC frá því að sektin sé sprottin af lokun Google á útsendingar sautján rússneskra fjölmiðla á YouTube.
Hófust lokanir Google raunar árið 2020 en jukust mjög að umfangi í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu tveimur árum síðar. Bönnuðu evrópsk ríki útsendingar rússneskra stöðva enn fremur eftir innrásina í febrúar 2022 en það sama ár varð fyrirtækið sem stóð að baki Google í Rússlandi gjaldþrota og hrundi framboð Google-efnis á rússnesku þar með, svo sem allra rússneskra auglýsinga.
Í maí 2021 sakaði rússneska fjölmiðlaeftirlitið Roskomnadzor Google um að takmarka aðgengi að rússneskum fjölmiðlum, þar á meðal fréttastofunum RT og Sputnik, og ýta aukinheldur undir „ólöglega mótmælastarfsemi“.
Það var svo í júlí 2022 sem Rússar sektuðu Google um 21,1 milljarð rúblna, um 28,5 milljarða íslenskra króna, að þessu sinni fyrir að bregðast ekki við og loka á „bannað“ efni um stríðið í Úkraínu og fleira.
Þannig að tæknilega séð er Google gjaldþrota – þó er hætt við að sú túlkun sé einingis gild innan rússneskra landamæra.