Harris tekur forystuna í tveimur ríkjum

Harris tekur forystuna í tveimur ríkjum

Nú eru aðeins fimm dagar þar til Bandaríkjamenn ákveða það hver fær að búa í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Samkvæmt mælingum þá stefnir í æsispennandi kosninganótt. 

Harris tekur forystuna í tveimur ríkjum

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 | 31. október 2024

Nú eru aðeins fimm dagar þar til Bandaríkjamenn ákveða það hver fær að búa í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Samkvæmt mælingum þá stefnir í æsispennandi kosninganótt. 

Nú eru aðeins fimm dagar þar til Bandaríkjamenn ákveða það hver fær að búa í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Samkvæmt mælingum þá stefnir í æsispennandi kosninganótt. 

Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is, er staddur í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, þar sem hann mun færa lesendum heima á klakanum fréttir. 

Hann mun einnig fara til Pennsylvaníu sem er eitt allra mikilvægasta sveifluríkið með sína 19 kjörmenn. 

Trump með forskot í fimm ríkjum

Samkvæmt RealClearPolitics þá er Kamala Harris, forsetaframbjóðandi demókrata, nú komin með forskot á Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, í Michigan og Wisconsin.

Í Michigan mælist hún með 0,4 prósentustiga forskot á Trump og í Wisconsin mælist hún með 0,2 prósentustiga forskot.  Undanfarnar vikur hefur Trump mælst með forskot í öllum sveifluríkjum.

Trump mælist hins vegar með forskot á Harris í hinum fimm sveifluríkjunum. Hann er kominn með ágætis forskot á Harris í Georgíu og Arizona þar sem hann mælist með á bilinu 2,4-2,7 prósentustiga forskot. 

Svona er staðan í kjörmannakerfinu samkvæmt RealClearPolitics í dag.
Svona er staðan í kjörmannakerfinu samkvæmt RealClearPolitics í dag. Skjáskot/RealClearPolitics

Fylgismunur leikur á hnífsegg í Pennsylvaníu

Í Norður-Karólínu mælist hann með eins prósentustiga forskot og í Nevada mælist hann með 0,5 prósentustiga forskot. 

Pennsylvanía gæti orðið það ríki sem ræður úrslitum um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna og Trump er með 0,7 prósentustiga forskot í því ríki. 

Fylgismunur er því áfram innan skekkjumarka og baráttan æsispennandi. 

Í Bandaríkjunum setur fólk oft skilti á lóðirnar til að …
Í Bandaríkjunum setur fólk oft skilti á lóðirnar til að sýna hvaða frambjóðanda það styður. mbl.is/Hermann
mbl.is