Hummuspasta með ólífum og súrkáli á einfalda mátann

Uppskriftir | 31. október 2024

Hummuspasta með ólífum og súrkáli á einfalda mátann

Ef ykkur langar í bragðgóðan pastarétt sem tekur stutta stund að gera sem er aðeins fullorðins er þessi málið. Hér er á ferðinni pasta með hummus, ólífum og súrkáli í miðausturlenskum anda og kemur úr smiðju Hildar Ómars matgæðings með meiru. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Hummuspasta með ólífum og súrkáli á einfalda mátann

Uppskriftir | 31. október 2024

Þessi hummuspastaréttur með ólífum og súrkáli kemur vel út á …
Þessi hummuspastaréttur með ólífum og súrkáli kemur vel út á disk. Ljósmynd/Hildur Ómars

Ef ykkur langar í bragðgóðan pastarétt sem tekur stutta stund að gera sem er aðeins fullorðins er þessi málið. Hér er á ferðinni pasta með hummus, ólífum og súrkáli í miðausturlenskum anda og kemur úr smiðju Hildar Ómars matgæðings með meiru. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Ef ykkur langar í bragðgóðan pastarétt sem tekur stutta stund að gera sem er aðeins fullorðins er þessi málið. Hér er á ferðinni pasta með hummus, ólífum og súrkáli í miðausturlenskum anda og kemur úr smiðju Hildar Ómars matgæðings með meiru. Uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gerum daginn girnilegan.

Rétturinn er bæði saðsamur og próteinríkur auk þess sem bragðið er svo dásamlegt. Þeir sem elska ólífur eiga eftir fá æði fyrir þessum rétt.

Hummuspasta með ólífum og súrkáli

  • 500 g speltpasta
  • 2 stk. box af keyptum hummus eða heimagerðum hummus.
  • 1 stk. krukka grænar lífrænar ólífur, t.d. frá Rapunzel
  • Súrkál, Hildur velur oftast Klassískt en segir Karríkálið frá Súrkál fyrir sælkera passi líka vel með.
  • Grænmeti að eigin vali
  • Kál eftir smekk
  • Gúrka eftir smekk
  • Paprika eftir smekk
  • Tómatar eftir smekk

Aðferð:

  • Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  • Skolið og skerið grænmetið.
  • Berið fram pastað með hummus, súrkáli, grænmetinu og ólífum.
  • Njótið vel.
mbl.is