Læknar samþykkja verkfall

Kjaraviðræður | 31. október 2024

Læknar samþykkja verkfall

Verkfallsaðgerðir lækna hafa verið samþykktar með afgerandi meirihluta en atkvæðagreiðslu Læknafélags Íslands lauk nú kl. 16.

Læknar samþykkja verkfall

Kjaraviðræður | 31. október 2024

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Verkfallsaðgerðir lækna hafa verið samþykktar með afgerandi meirihluta en atkvæðagreiðslu Læknafélags Íslands lauk nú kl. 16.

Verkfallsaðgerðir lækna hafa verið samþykktar með afgerandi meirihluta en atkvæðagreiðslu Læknafélags Íslands lauk nú kl. 16.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Læknafélagi Íslands (LÍ).

Á kjörskrá voru 1246 og greiddu 1032 atkvæði eða 82,83% þeirra sem máttu greiða atkvæði.

956 sögðu já eða 92,64%. 52 sögðu nei eða 5,04% og 24 skiluðu auðu eða 2,32%

Samkvæmt tillögu stjórnar LÍ verða verkfallsaðgerðirnar í nóvember og desember 2024 og í janúar 2025. 

Hefjast 18. nóvember

„Ríkissáttasemjara og viðsemjandanum, samninganefnd ríkisins verður tilkynnt á morgun 1. nóvember, um að verkföll með þeim hætti sem samþykkt voru hefjist 18. nóvember nk., enda hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma,“ segir í tilkynningu félagsins. 

Þá verða verkfallsaðgerðirnar í nokkrum lotum:

„Fyrsta lotan er 18. - 21. nóvember, næsta lota er 2. - 5. desember, sú þriðja 16. - 19. desember. Í janúar 2025 verða í hverri viku verkföll lækna á einhverri starfseiningu þeirra, eins og nánar kemur fram í meðfylgjandi lýsingu.“

Kemur fram að stjórn og samninganefnd félagsins vonist til að ekki muni þurfa að koma til verkfallsaðgerða og að samningar náist áður en boðuð verkföll eigi að hefjast. 

mbl.is