Sestur í helgan stein sem leikari

Poppkúltúr | 31. október 2024

Sestur í helgan stein sem leikari

Bandaríski leikarinn Matt LeBlanc er hættur að leika að sögn heimildarmanns breska fréttamiðilsins Daily Mail.

Sestur í helgan stein sem leikari

Poppkúltúr | 31. október 2024

Matt LeBlanc stendur á tímamótum.
Matt LeBlanc stendur á tímamótum. skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Matt LeBlanc er hættur að leika að sögn heimildarmanns breska fréttamiðilsins Daily Mail.

Bandaríski leikarinn Matt LeBlanc er hættur að leika að sögn heimildarmanns breska fréttamiðilsins Daily Mail.

LeBlanc, sem sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Joey Tribbiani í gamanþættinum Friends, dró sig hljóðlega í hlé frá sviðsljósinu í kjölfar andláts Matthew Perry á síðasta ári og hefur víst enga löngun til þess að snúa aftur á skjáinn. Hann er sagður vilja rækta það sem skiptir hann mestu máli, fjölskyldu- og vinasambönd.

Leik­ar­inn, sem er 57 ára, hef­ur lítið sést op­in­ber­lega síðustu mánuði og fór síðast með hlut­verk í sjón­varpsþáttaröðinni Man with a Plan sem hætti göngu sinni árið 2020. 

Heimildarmaðurinn sagði í samtali við blaðið að LeBlanc myndi einungis íhuga endurkomu ef ómótstæðilegt hlutverk eða verkefni myndi banka upp á síðar á lífsleiðinni.

„Hann er vel settur fjárhagslega og búinn að ákveða að hann vilji ekki vera í sviðsljósinu lengur. Hann vill njóta lífsins og lifa rólegu lífi.”

Daily Mail

mbl.is