Sigmundur Ernir og Eliza Reid fögnuðu með Ragnari

Hverjir voru hvar | 31. október 2024

Sigmundur Ernir og Eliza Reid fögnuðu með Ragnari

Það var glatt á hjalla þegar Ragnar Jónasson fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar Huldu. Hófið var haldið í húsnæði Fossa markaða við Fríkirkjuveg 3. 

Sigmundur Ernir og Eliza Reid fögnuðu með Ragnari

Hverjir voru hvar | 31. október 2024

Fjölmargir fögnuðu útgáfu Huldu.
Fjölmargir fögnuðu útgáfu Huldu. Samsett

Það var glatt á hjalla þegar Ragnar Jónasson fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar Huldu. Hófið var haldið í húsnæði Fossa markaða við Fríkirkjuveg 3. 

Það var glatt á hjalla þegar Ragnar Jónasson fagnaði útgáfu nýjustu bókar sinnar Huldu. Hófið var haldið í húsnæði Fossa markaða við Fríkirkjuveg 3. 

Meðal gesta voru fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson, Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú Íslands, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Hulda er forspil að hinum rómaða þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur, Dimma, Drungi og Mistur. Bækurnar hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn og haustið 2024 var frumsýnd sjónvarpsþáttaröð eftir fyrstu bókinni í leikstjórn Lasse Hallström þar sem Lena Olin fer með aðalhlutverkið. Ragnar tileinkar bókina Lasse og Lenu. 

Hugmyndin fæddist við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni

Í viðtali við Ragnar sem birtist á síðum Morgunblaðsins á fimmtudag segir hann hugmyndina hafa fæðst þegar hann fylgdist með tökum á sjónvarpsþáttaröðinni.

„Eitt kvöldið horfði ég á Lenu Olin leika á móti Douglas Henshall. Þau léku sama atriðið 20 sinnum, frábæran díalóg, og ég var alveg heillaður. Lena nær henni algerlega, það er inspírerandi að horfa á hana leika. Eftir þetta fór ég heim og hugsaði með mér að ég skuldaði Huldu - og Lenu - að skrifa eina bók til viðbótar um hana.”

Ragnar áritaði bækur fyrir spennta lesendur.
Ragnar áritaði bækur fyrir spennta lesendur. mbl.is/Hákon
Eyþór Arnalds og Ragnar á góðri stund.
Eyþór Arnalds og Ragnar á góðri stund. mbl.is/Hákon
Kamilla Einarsdóttir og Eliza Reid.
Kamilla Einarsdóttir og Eliza Reid. mbl.is/Hákon
Birgir Ármannsson og Sindri Freysson.
Birgir Ármannsson og Sindri Freysson. mbl.is/Hákon
Ragnar Jónasson rithöfundur.
Ragnar Jónasson rithöfundur. mbl.is/Hákon
Áslaug Kristjánsdóttir og Thor Thors.
Áslaug Kristjánsdóttir og Thor Thors. mbl.is/Hákon
Hörður Torfason í góðum félagsskap Kristins R. Ólafssonar.
Hörður Torfason í góðum félagsskap Kristins R. Ólafssonar. mbl.is/Hákon
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét sig ekki vanta.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét sig ekki vanta. mbl.is/Hákon
Ragnar ásamt Elizu Reid.
Ragnar ásamt Elizu Reid. mbl.is/Hákon
Einar Kárason og Pétur Már Ólafsson.
Einar Kárason og Pétur Már Ólafsson. mbl.is/Hákon
mbl.is