Skjálftavirkni hefur síst minnkað í Ljósufjallakerfinu undanfarinn mánuð. 104 skjálftar hafa mælst frá 1. til 30. október. Til samanburðar höfðu 126 skjálftar mælst það sem af var ári 30. september.
Skjálftavirkni hefur síst minnkað í Ljósufjallakerfinu undanfarinn mánuð. 104 skjálftar hafa mælst frá 1. til 30. október. Til samanburðar höfðu 126 skjálftar mælst það sem af var ári 30. september.
Skjálftavirkni hefur síst minnkað í Ljósufjallakerfinu undanfarinn mánuð. 104 skjálftar hafa mælst frá 1. til 30. október. Til samanburðar höfðu 126 skjálftar mælst það sem af var ári 30. september.
Veðurstofa Íslands kom fyrir nýjum mæli í lok september í ljósi aukinnar virkni í Ljósufjallakerfinu undanfarna mánuði og ár. Í ágústmánuði mældust 78 skjálftar og var smáskjálftahrinan í þeim sú stærsta í kerfinu frá upphafi mælinga árið 2009 sé litið til fjölda skjálfta.
Ljósufjallakerfið teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði og dregur nafn sitt af fjallgarðinum á Snæfellsnesi. Skjálftarnir hafa þó að mestu verið bundnir við afmarkað svæði við Grjótárvatn og Hítarvatn, í grennd við þar sem nýja mælinum var komið fyrir.