Vetrargleðirétturinn hennar Jönu

Uppskriftir | 31. október 2024

Vetrargleðirétturinn hennar Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsudrottningin er kominn í vetrargírinn. Hún er búin að setja saman þennan girnilega vetrarrétt, sem virkar jafnt sem morgunverður, dögurður eða jafnvel sem eftirréttur.

Vetrargleðirétturinn hennar Jönu

Uppskriftir | 31. október 2024

Nýi vetrarrétturinn hennar Jönu minnir á jólin, epli og kanill …
Nýi vetrarrétturinn hennar Jönu minnir á jólin, epli og kanill sem gefa tóninn. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsudrottningin er kominn í vetrargírinn. Hún er búin að setja saman þennan girnilega vetrarrétt, sem virkar jafnt sem morgunverður, dögurður eða jafnvel sem eftirréttur.

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, heilsudrottningin er kominn í vetrargírinn. Hún er búin að setja saman þennan girnilega vetrarrétt, sem virkar jafnt sem morgunverður, dögurður eða jafnvel sem eftirréttur.

Það sem gerir hann svo vetrarlegan er kanillinn og eplin, minnir örlítið á jólin. En epli og kanill eru oft táknræn fyrir jólin eins við þekkjum flest. 

Vetrargleðirétturinn

  • 1 epli, kjarnhreinsað og skorið í litla bita
  • 4 döðlur steinlausar, skornar i litla bita
  • 2 msk. vatn
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 tsk. kanill
  • Grísk kaniljógúrt, sjá uppskrift fyrir neðan

Aðferð:

  1. Bakið epla og döðlubitana með vatni, vanillu og kanil í nokkrar mínútur.
  2. Á meðan eplið og döðlurnar bakast hrærið þá saman búið þá til gríska kaniljógúrtið og setjið í skál geymið í kæli fyrir samsetningu.

Grísk kaniljógúrt

  • 200-300 ml hrein grísk jógúrt frá Arna
  • 1 msk. kollagen duft (má sleppa)
  • ½ -1 tsk. kanill
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 msk. akasíhunang eða sæta að eigin vali

Til skreytingar og á milli laga

  • Nokkrar matskeiðar af góðu granóla

Samsetning:

  1. Byrjið á að setja kaniljógúrtið í lagskipt í falleg glös á fæti.
  2. Setjið síðan eplablönduna ofan á og síðan granóla og svo aftur þessari röð.
  3. Blandan verður svo falleg í glasi.
  4. Skreytið af vild.
mbl.is