Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, segist hafa á sínum tíma óskað eftir því að byrlunarmálið svokallaða yrði fært frá lögreglunni á Norðurlandi eystra yfir í annað lögregluembætti.
Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, segist hafa á sínum tíma óskað eftir því að byrlunarmálið svokallaða yrði fært frá lögreglunni á Norðurlandi eystra yfir í annað lögregluembætti.
Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, segist hafa á sínum tíma óskað eftir því að byrlunarmálið svokallaða yrði fært frá lögreglunni á Norðurlandi eystra yfir í annað lögregluembætti.
„Svo er ýmislegt í rannsókninni sem ég tel hafa farið úrskeiðis. Ég er margsinnis búin að senda ábendingar til lögreglunnar um atriði sem mættu betur fara. Til dæmis hafa ekki öll vitni verið yfirheyrð og ég var búin að óska eftir flutningi málsins á milli lögregluembætta vegna þess að mér fannst þessu ekki vera sinnt af alvöru,“ segir Eva, spurð út í stöðu málsins.
Embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra felldi niður rannsókn sína á málinu í lok september. Páll kærði niðurstöðuna til ríkissaksóknara 23. október síðastliðinn og hefur ríkissaksóknari þrjá mánuði til að taka ákvörðun í málinu.
„Það er dálítið merkilegt að brotaþoli og sakborningar eru alveg sammála um að þessi lögreglurannsókn sé rosalega illa unnin. Þó að menn séu ósammála um hvort það hafi verið ástæða til þess að yfirheyra þessa blaðamenn þá er allavega þetta sem menn geta verið sammála um, að þessari rannsókn hafi ekki verið nógu vel sinnt,“ bætir Eva við.
„Lögreglan virtist ekki vera að sinna þessu á þann hátt sem mínum skjólstæðingi og mér sjálfri fannst eðlilegt. Þess vegna var óskað eftir flutningi.“
Eva og Páll eru einnig ósátt við heimfærslu lögreglunnar til laga, þ.e. að hún hafi litið á lyfjabyrlun sem brot gegn 217. grein hegningarlaga „sem er minniháttar líkamsárás á pari við löðrung,“ segir Eva. „Þetta finnst mér alveg fáránleg heimfærsla. Þetta brot er auðvitað allt annars eðlis.“