Fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar er erfið og dökkt útlit fyrir næsta ár. „Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025,“ segir í tillögum Grindavíkurnefndarinnar um breytingar á fyrirkomulagi stuðnings við atvinnulíf í bænum og við bæjarfélagið.
Fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar er erfið og dökkt útlit fyrir næsta ár. „Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025,“ segir í tillögum Grindavíkurnefndarinnar um breytingar á fyrirkomulagi stuðnings við atvinnulíf í bænum og við bæjarfélagið.
Fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar er erfið og dökkt útlit fyrir næsta ár. „Óhjákvæmilegt er að koma til móts við fjárhag Grindavíkurbæjar ef bæjarfélagið á ekki að fara í greiðsluþrot á árinu 2025,“ segir í tillögum Grindavíkurnefndarinnar um breytingar á fyrirkomulagi stuðnings við atvinnulíf í bænum og við bæjarfélagið.
Árni Þór Sigurðsson formaður nefndarinnar segir óvissu um tekjur af útsvari sem fara lækkandi vegna fækkunar lögheimilisskráninga í Grindavík. Um 60% íbúa hafa flutt lögheimili sitt annað frá því í nóvember í fyrra og hafa útsvarstekjurnar fallið sem því nemur. Búist er við áframhaldandi fækkun á næsta ári.
„Svo eru fasteignagjöldin alveg að hverfa vegna þess að Þórkatla er búin að kaupa obbann af öllu húsnæði og greiðir ekki fasteignagjöld. Jöfnunarsjóðurinn dettur svo í raun og veru niður, sérstaklega vegna þess hvernig útreikningur Jöfnunarsjóðsins er á framlögum en það veldur því að Grindavík mun ekki fá neitt á næsta ári úr Jöfnunarsjóðnum. Þetta er bara mjög erfið staða,“ segir hann.
Í áætlunum fyrir næsta ár hafa verið teiknaðar upp þrjár sviðsmyndir sem byggjast á spám um mismunandi fjölda íbúa í bænum. Samkvæmt þeim gætu útsvarstekjur á næsta ári verið frá 498 milljónum kr. upp í rúman milljarð en á móti er gert ráð fyrir að útgjöldin nemi tæpum 2,6 milljörðum króna á árinu 2025.
Er því talið fyrirsjáanlegt að halli á rekstri bæjarins verði á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna „og verður þá verulega gengið á handbært fé og það jafnvel uppurið fyrir árslok. Við þær aðstæður verður ekkert fjármagn eftir til að mæta lögbundnum rekstrarútgjöldum eða til að standa undir um 1.000 m.kr. lífeyrisskuldbindingum,“ segir í umfjöllun nefndarinnar.
Árni bendir á að sveitarfélagið hafi eftir sem áður ákveðnar skyldur. „Það þarf að reka bæjarfélagið þó það sé ekki skóli og það þarf þá að borga fyrir börnin sem eru í skólum annars staðar. Það þarf að sinna félagsþjónustu, að halda við veitukerfum bæjarins og reka þau o.s.frv. Þetta verður bersýnilega mjög erfitt þegar líður á næsta ár að okkar mati,“ segir hann.
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur sent áskorun til alþingismanna þar sem lýst er áhyggjum af því að þingstörfin verði ekki með venjulegum hætti á næstunni, sem valdi bagalegri óvissu. Lögð er áhersla á að mál sem varða afkomu og húsnæðismál Grindvíkinga verði lögfest á yfirstandandi þingi. Tryggja verði að Grindvíkingar verði ekki fyrir tjóni vegna stjórnarslita og þingrofs.
Að sögn Árna er verið að skoða hvort flötur sé á því að einhver mál geti farið beint í gegnum þingið, t.a.m. framlenging úrræða sem renna út um áramót eða eru runnin út. „Það er oft gert í þinginu stuttu fyrir þinglok að svoleiðis mál koma fram sem þingnefndir flytja.“
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.