Drottning hrekkjavökunnar brást ekki aðdáendum sínum

Poppkúltúr | 1. nóvember 2024

Drottning hrekkjavökunnar brást ekki aðdáendum sínum

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum brást ekki aðdáendum sínum er hún mætti ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Tom Kaulitz, í árlegt hrekkjavökupartí þeirra hjóna í New York-borg í gærkvöldi.

Drottning hrekkjavökunnar brást ekki aðdáendum sínum

Poppkúltúr | 1. nóvember 2024

Klum fer alltaf alla leið.
Klum fer alltaf alla leið. Skjáskot/Instagram

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum brást ekki aðdáendum sínum er hún mætti ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Tom Kaulitz, í árlegt hrekkjavökupartí þeirra hjóna í New York-borg í gærkvöldi.

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum brást ekki aðdáendum sínum er hún mætti ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Tom Kaulitz, í árlegt hrekkjavökupartí þeirra hjóna í New York-borg í gærkvöldi.

Klum, sannkölluð drottning hrekkjavökunnar, er þekkt fyrir að fara alla leið í búningavali og tekst að toppa sjálfa sig á hverju ári, enda fær hún fólk til að gapa í hvert sinn sem hún frumsýnir hrekkjavökubúning sinn.

Í ár mætti hún til leiks í gervi geimverunnar E.T. úr samnefndri kvikmynd leikstjórans Steven Spielberg frá árinu 1982. Kaulitz var einnig klæddur upp sem krúttlega geimveran með stóru bláu augun.

Hjónin mættu hönd í hönd í partíið sem haldið var á Hard Rock-hótelinu í New York-borg.

Meðal gesta voru rapparinn Ice-T, samfélagsmiðlastjarnan Charli D'Amelio og trommuleikarinn Questlove.

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)



mbl.is