Verið er að grafa grunn 40 íbúða fjölbýlishúss á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar í Reykjavík en Bjarg íbúðafélag mun leigja íbúðirnar út.
Verið er að grafa grunn 40 íbúða fjölbýlishúss á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar í Reykjavík en Bjarg íbúðafélag mun leigja íbúðirnar út.
Verið er að grafa grunn 40 íbúða fjölbýlishúss á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar í Reykjavík en Bjarg íbúðafélag mun leigja íbúðirnar út.
Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir áformað að afhenda íbúðirnar í júní 2026.
Bjarg sé að byggja sex íbúðir á Húsavík og fimm íbúðir á Hellu. Þá séu nokkur verkefni að hefjast hjá Bjargi. Hefja eigi uppbyggingu 30 íbúða í Reykjanesbæ í febrúar og uppbyggingu 83 íbúða á I-reit á Hlíðarenda í mars eða apríl.
Þá hyggist Bjarg hefja í vor uppbyggingu 24 íbúða í Mosfellsbæ, fimm íbúða á Flúðum og 28 íbúða á Akureyri. Enn fremur hyggist félagið hefja uppbyggingu 60 íbúða á Veðurstofuhæðinni í Reykjavík fyrir lok næsta árs.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.