Sænska fyrirsætan Elsa Hosk var á dögunum gagnrýnd harkalega fyrir að klæða sig upp í anda Díönu prinsessu á hrekkjavöku.
Sænska fyrirsætan Elsa Hosk var á dögunum gagnrýnd harkalega fyrir að klæða sig upp í anda Díönu prinsessu á hrekkjavöku.
Sænska fyrirsætan Elsa Hosk var á dögunum gagnrýnd harkalega fyrir að klæða sig upp í anda Díönu prinsessu á hrekkjavöku.
Um var að ræða hinn margumtalaða svarta „hefndarkjól“ sem Díana klæddist eftir skilnað sinn við Karl Bretaprins og kvöldið áður en hann játaði að hafa haldið við Kamillu. Þessi kjóll vakti heimsathygli. Þarna var prinsessan að endurheimta styrk sinn eftir erfitt hjónaband og mikil svik og kristallaðist valdeflingin í þessum stutta, svarta kjól sem Christina Stambolian hannaði.
Hosk birti myndir af sér í þessum klæðnaði þar sem hún líkti einnig eftir með látaleik og fór stælingin fór fyrir brjóstið á mörgum og létu í sér heyra í athugasemdakerfi Hosk.
„Leyfum prinsessunni að hvíla í friði,“ sagði einn virkur í athugasemdum.
„Vafasamt val en vel framkvæmt,“ sagði annar.
Hosk er þekkt fyrirsæta og hefur áður birt djarfar myndir af sér á Instagram sem hafa vakið athygli.